06.05.1938
Efri deild: 66. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1141 í B-deild Alþingistíðinda. (1686)

102. mál, skattgreiðsla útgerðarfyrirtækja botnvörpuskipa

Páll Zóphóníasson:

Ég þarf ekki að segja mikið, því hv. þm. Hafnf., sem var að reyna að svara mér, treystist ekki til þess að svara nema einu atriði, og það með rangfærslum.

Við skulum nú líta á, hvernig ástatt er með útsvarsálagninguna í Hafnarfirði samanborið við Reykjavík. Af 3000 kr. þarf að greiða 110 kr. í Hafnarfirði, en 155 kr. í Reykjavík; 45 kr. munur. Hvað eru margir menn í Hafnarfirði með þær tekjur? Af 4000 kr. þarf að greiða 200 kr. í Hafnarfirði, 305 kr. í Reykjavík. Hvað eru margir menn í Hafnarfirði með þær tekjur? Af 5000 kr. þarf að greiða í Hafnarfirði 32á kr., en 495 kr. í Reykjavík. Hvað hafa margir menn þær tekjur í Hafnarfirði?

Ég held, að það sé bezt fyrir hv. þm. Hafnf. að gæta að þessu áður en hann fer að tala um þetta aftur, og reyna að setja sig inn í, hvað Hafnfirðingar nota langlægsta útsvarsskala á einstaklinga, en hæstan á atvinnufyrirtækin.