09.05.1938
Efri deild: 69. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1148 í B-deild Alþingistíðinda. (1698)

102. mál, skattgreiðsla útgerðarfyrirtækja botnvörpuskipa

*Frsm. (Magnús Jónsson):

Enda þótt náttúrlega hægt væri margt að ræða um þetta mál, þá hefi ég fyrr og síðar tekið þann kost að segja sem fæst, ef það gæti orðið til þess að greiða fyrir því. En út af þeim sérstaka skilningi, sem ég heyrði, að hv. 1. þm. Eyf. leggur í þetta frv., þá vil ég frá minni hálfu og leggja áherzlu á frv. eins og það er. Mér finnst það vera mjög ljóst og við töluðum saman um það í sambandi við till. hv. 1. þm. N.-M., að þær litu út fyrir að vera, eins og hv. 1. þm. Eyf. sýndi fram á, alveg ófullnægjandi bætur, sem settar eru hér og þar í frv. Ég hygg, að frv. sé alveg skýrt.

Ég geymdi mér að tala um brtt. þangað til fyrir þeim hafði verið mælt. En hv. 1. þm. Eyf. tók af mér ómakið. Það er augljóst, að fyrri brtt. hv. 1. þm. N.-M. er algerlega óþörf, þegar litið er á 4. gr. frv., að forsrh. á með reglugerð að sjá um, að ekki verði farið í kringum ákvæði laganna með allskonar krókaleiðum. Till. hv. þm. Vestm. er ákaflega erfitt að tala á móti út af fyrir sig. Menn vita, hvað þrengir að smáútgerðinni. En ég vil þó benda á, að stundum verður að taka dálítið í stigum. Það hefir verið gert einmitt fyrir útgerðina með skuldaskilasjóð vélbátaeigenda. Og mér finnst ekki undarlegt, þótt löggjafarvaldið taki þetta í stigum. Sérstaklega vildi ég leggja áherzlu á, að þessi till. n. er samkomulagstill., og ég vildi skjóta því til till.manna, sem báðir tilheyra þeim flokkum, sem gerðu samkomulag með sér um þessar till., að þeir tækju þær aftur. Ég vil sérstaklega víkja því til hv. 1. þm. N.-M, þegar hann sagði, að ég og n. séu búin með brtt. að fallast á hans vísdóm, þá finnst mér hann geta tekið till. sína aftur, eftir að honum hefir verið sýnt fram á, að till. hans er gersamlega þýðingarlausar. Ég skal ekki fjölyrða um þetta frekar, ef svo mætti verða, að málinu yrði þokað áfram.