30.04.1938
Neðri deild: 58. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1191 í B-deild Alþingistíðinda. (1792)

99. mál, iðnaðarnám

*Jón Pálmason:

Hv. 5. þm. Reykv. virðist vona. að ef brtt. á þskj. 376 og 377 verða samþ. muni ríkja í höfuðatriðum sama ástand í þessum málum og undanfarið, þar sem deilan mundi þá halda áfram milli núverandi aðilja, en úrskurður oddamannsins í hópi iðnaðarfulltrúanna færi sennilega eftir því, hvar atvmrh. stæði í pólitík á hverjum tíma. Ég er ekki óhræddur um, að þetta sé rétt til getið hjá hv. þm., og í mínum augum eru þær brtt. mjög varhugaverðar.

Það er rétt hjá hv. 7. landsk., að frv. mundi að miklu leyti verða sem nýtt, ef brtt. ná fram að ganga. Markmið þeirra er að afnema það óhæfilega vald, sem stéttarfélögunum hefir verið getið og er ætlað að halda a. m. k. samkv. þessu frv. og brtt. á þskj. 376 og 377. — En það er rangt hjá hv. 7. landsk., að vinnutíminn sé lengdur með brtt. mínum um klst. á dag — 6 st. á viku. Aðeins vildi ég fella það burt, að lengd kaffitíma sé ákveðin með löggjöf, 1/2 tími tvisvar á dag, því að það virðist óviðkunnanlegt og óþarft.

Hv. 5. þm. Reykv. talaði um, að tillögur minar keyrðu úr hófi og lítil hætta á, að þær yrðu samþ. Rökin munu vera þau ein, að þær stefni í íhaldsátt, eins og hann kallar. Hvað er það þá, sem hann kallar að miða í íhaldsátt? — Það er að svipta kúgunarböndum af atvinnngreininni, auka frelsi einstaklinganna til að ráða sjálfir fram úr vandamálum sínum. Þetta er það, sem Kommfl. og Alþfl. halla íhald og kúgun, þegar við sjálfstæðismenn komum með frv. og brtt. um að svipta kúgunarböndum af atvinnuvegunum. — En þeirra frelsi sjáum við þessa dagana í því, hvernig þeir beita kúgunarvaldi sínu til að stöðva siglingaflotann, fáeinum yfirmönnum á skipunum til framdráttar.

Í þessu tilfelli sé ég ekki ástæðu til þess, að sveinafélögin eigi að segja til um, hvað mörgum mönnum megi kenna trésmíði, járnsmíði o. s. frv. Þá ættu félög kennara, lækna, lögfræðinga o. fl. að hafa rétt til að ákveða, hve mörgum nemendum má veita viðtöku í kennaraskóla, læknadeild eða lögfræðideild háskólans, t. d. — Það væri fullkomin þörf á að losa um kúgunarböndin á fleiri sviðum en hér blasa við augum. — Það getur hinsvegar verið rétt hjá hv. 5. þm. Reykv., að Alþingi sé svo skipað, að það vilji samþ. þetta frv. sem næst því, sem það liggur fyrir, og a. m. k. ekki fara að auka frelsi í atvinnu á einu eða öðru sviði.