26.04.1938
Neðri deild: 54. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1272 í B-deild Alþingistíðinda. (1905)

34. mál, atvinna við siglingar

*Frsm. meiri hl. (Bergur Jónsson):

Form. sjútvn. er ekki viðstaddur. En sem frsm. málsins get ég frætt hv. 5. þm. Reykv. um, að það eina, sem gerzt hefir, er. að nokkrir menn úr sjómannafélagi Reykjavíkur hafa komið á fund í n. og rætt um frv. almennt. Ástæðan til þessa var sú, að meðal þeirra mörgu aðilja, sem sjútvn. óskaði eftir að fá umsagnir frá um frv., var sjómannafélag Reykjavíkur, en frá því hefir n. aldrei borizt skriflegt álit um málið.

Fyrst ég er staðinn upp, ætla ég um leið að gera nokkra grein fyrir afstöðu okkar meiri hl. Það hafa komið fram brtt. frá hv. 6. þm. Reykv. á þskj. 267. en ég býst ekki við, að n. sjái sér fært að fylgja þeim. Fyrsta gr. tekur að vísu upp ákvæði frv. um það, að undanþiggja ákvæðinu um stýrimenn þau fiskiskip og þá báta, sem eru 30 rúmlestir og undir og leggja afla sinn daglega á land. En það er ýmislegt fellt úr gr. viðvíkjandi stýrimönnum á farþega- og flutningaskipum, sem telja verður nauðsynlegt. — Að 2. gr. falli niður, er ekki til neinna bóta.

Um. 3. brtt. má segja, að svo langt sem hún nær, megi samþ. hana. Ég vil þó ekki mæla með því, og alls ekki að 4. brtt. verði samþ.

Viðvíkjandi 5. brtt. vil ég geta þess, að ég álít, að með tilvísun til 21.–23. gr. l. frá 1936 sé óþarfi að samþ. hana. Það munu verða ráðnir menn á varðskipin, sem áður hafa unnið sinn tíma á slíkum skipum, innlendum eða erlendum.

Ég skil ekkert í því. hvernig á því stendur, að hv. flm. sleppir því í 6. gr., að það skuli fella texta þessara 1. inn í meginmál l. nr. 104 1936. Ákvæðið um það er sett í þeim tilgangi, að handhægara verði með aðgang að 1. og þau höfð í einu lagi. Það er vitanlegt, að þessi l. eru gefin út í sérprentun, enda er það nauðsynlegt vegna þess fjölda manna, sem við þau eiga að búa.

Þá hefir komið fram brtt. frá hv. þm. Borgf. viðvíkjandi því að hækka úr 30 smálestum og upp í 40 smálestir þá báta, sem samkv. 1. gr. frv. leggja afla sinn daglega á land, og undanþiggja þá þar með ákvæðinu um að hafa stýrimann. Ég held, að það sé óþarfi að ganga inn á þessa hækkun. Ég held, að það sé nóg, eins og frv. gerir ráð fyrir, að slaka til um þá báta, sem eru 30 tonn eða minni, og ég býst ekki við. að meiri hl. n. fylgi þessari brtt.

Hv. þm. Ísaf. er hér ekki viðstaddur. Þess vegna vil ég ekki fara út í hans nál., sem nú kemur fram eftir dúk og disk. eins og ég hefði gert, ef hann hefði verið viðstaddur. Hann ber hér fram rökst. dagskrá um það. að ríkisstj. láti sérfróða menn frá samtökum sjómanna og útgerðarmanna endurskoða l. um atvinnu við siglingar sem fyrst, og leggi niðurstöður þeirrar endurskoðunar fyrir næsta Alþ: — Ég er í sjálfu sér ekkert mótfallinn þessari ályktun. en ég vil ekki láta nota hana sem skálkaskjól fyrir því að tefja þetta frv., vegna þess að ég álít, að það sé ófrávíkjanleg nauðsyn, að það nái fram að ganga á þessu þingi. Hinsvegar er ég tilbúinn til þess að veita stuðning minn við till. um gagngerða endurskoðun á l. um atvinnu við siglingar í heild sinni fyrir næsta þing, svo að hægt sé að samræma þau sem bezt. En ég vil aðeins geta þess, þó að fim. rökst. dagskrárinnar sé ekki viðstaddur, að mér finnst það benda til hálfgerðrar andstöðu við frv., að hann skuli telja það nauðsynlegt að láta fara fram endurskoðun á l.

Hv. 5. landsk. talaði hér allmikið um frv. við 2. umr. málsins og kvartaði undan því, að við flm. hefðum ekki fært fram rök fyrir máli okkar. Ég vil benda hv. þm. á það, að ég flutti rökstudda framsöguræðu um þetta mál á fyrra þinginn 1937, sem sýnir okkar afstöðu; sama mun hv. aðalflm. frv. hafa gert á þessu þingi — ég hefi að vísu ekki athugað ræðupartinn frammi —, og loks eru í grg. færðar fram ástæðurnar fyrir frv. Mér þykir það mjög leiðinlegt, að bæði þessi hv. þm. og eins hv. þm. Ísaf. í nál. á þskj. 316 skuli koma með svo alvarlegar ásakanir í garð okkar flm. frv., að við viljum draga úr örygginu á sjónum með því að bera fram till. um mjög hóflega fækkun, sem ekki fer niður í það, sem var áður en 1. 1936 voru sett. — Það er alveg rétt, að l. 1936, um atvinnu við siglingar, voru undirbúin af milliþn., og ég efast ekki um, að þeir menn, sem í henni voru, hafi viljað vinna sitt verk vel og að það hafi verið sannfæring þeirra, að það hafi verið rétt, sem þeir gerðu. En hitt er víst að frv. fór í gegnum hv. Alþ. án þess að það væri athugað af hv. alþm.; það var eins og menn tækju því algerlega sofandi, og raddir, sem komið hafa fram út af því, hversu erfið þessi l. væru í framkvæmdinni, hafa eðlilega komið eftir að f. átti að fara að framkvæma. Það eru því hrein öfugmæli, þegar það kemur fram í nál. minni hl. sjútvn., að þessar breyt., sem við viljum gera á l. um atvinnu við siglingar, verði til þess að gera l. óframkvæmanleg. L. eru einmitt óframkvæmanleg eins og þau eru nú, og það hefir sýnt sig meira að segja, að hæstv. fyrrv. atvmh. þurfti að setja bráðabirgðalög um undanþágu á l. til þess að hægt væri að lögskrá á skipin án þess að brjóta h Auk þess, sem ég hefi hér sagt, þá held ég, að það sé engum vafa undirorpið, að það muni ganga mjög erfiðlega að fullnægja ákvæðum 1. að því er snertir smærri fiskiflotann.

Það kom fram í ræðu hv. 3. landsk. við 2. umr. málsins, að sérstök nauðsyn væri á því, að vel væri búið um öryggi skipanna, vegna þess hve siglingar væru hættulegar hér við land. Ég skal ekki neita þessu, en ég get fullvissað þennan hv. þm. um það, að mér er engu síður umhugað, að fullt öryggi sé á skipum landsmanna, og ég vil frábiðja mér algerlega, að þm. leyfi sér hér í þd. að fara með slíkar röksemdir á hendur þm. eins og þær, að halda því fram, að þeir vilji vinna að því, að mannfallið á sjónum haldi áfram. Ég meina ekki þetta fyrst og fremst til hv. 5. landsk., heldur hv. þm. Ísaf., minni hl. n., út af ummælum hans í nál. sínu. Mér finnst það dálítið hart, að þessi maður, sem hefir starfað með mér í sjútvn. árum saman, skuli leyfa sér að koma með slíkar ásakanir í minn garð og meðflm. minna í n. Það hefir áður komið fyrir, að þessi hv. þm. hafi gefið út nál. hér á Alþ., sem við samnm. hans höfum þurft að skammast okkar fyrir. Ég man eftir því 1934, þegar ég var að reyna að bjarga honum fyrir skammir í nál., sem hann gaf út, um hv. þm. G.-K., með því að bera fram rökst. dagskrá hér í d. Þar var um að ræða mann, sem yfirleitt stendur í er erjum við þennan hv. þm., en ég bjóst ekki við, að hann myndi að tilefnislausu koma með slíkar ásakanir í minn garð og samnm. sinna í sjútvn.

Það er rétt, að siglingar eru mjög hættulegar hér við land, en við verðum að gæta að því, að ef við tökum togarana t. d., þá eru miklu fleiri erlendir en íslenzkir togarar, sem fiska hér við land. Og hvernig stendur á því, að þessar erlendu þjóðir, sem hafa miklu betri aðstöðu en við. skuli ekki gera eins háar kröfur eins og við til rittindamanna á skipum hér við land, og láta sér næg,ja það, sem var eftir eldri l. hér á landi, og jafnvel minna? Hvernig stendur á því? Aðstöðumunurinn milli botnvörpuskipanna íslenzku og botnvörpuskipa stórþjóðanna, Þjóðverja og Englendinga, er sá, að hér verða útgerðarmenn að greiða 71/2–8% vexti af því fé, sem þeir þurfa til útgerðarinnar, hinir 2–3%. Við verðum að sæta innflutningsgjaldi á ísfiski til Englands. Við þurfum að sætta okkur við kvóta á fiskinnflutningi til Englands og Þýzkalands. Við höfum að öllu leyfi dýrari útgerð, og samt verður uppi fótur og fit, ef á að reyna að lagfæra lagaákvæði, þar sem gerðar hafa verið strangari kröfur til okkar skipa en skipa annara þjóða, sem hafa þó miklu betri aðstöðu en við.

Að lokum vil ég benda á það, að hér er aðeins um það að ræða, að setja lagaákvæði um, hvað löggjafinn álítur nauðsynlegt að heimta af útgerðinni, hvað hún hafi af réttindamönnum á skipunum, en þar með er ekki sagt, að vátryggingarfélögin geti ekki krafizt þess, að fleiri réttindamenn séu á skipunum, ef þau álíta, að öryggi skipanna sé að einhverju leyti ekki nægilega vel borgið. En hvernig stendur á því, að vátryggingarfélögin hafa ekki gert það? Þau hljóta að hugsa um sinn hag eins og við viljum hugsa um öryggi sjómannanna sjálfra, en það er bara vegna þess, að þau álíta, að við Íslendingar höfum það góða og duglega sjómannastétt, að það þurfi ekki að fara að hrúga upp neinum umfram-réttindamönnum hjá okkur.

Mér finnst ekkert óeðlilegt, að stéttarfélög stýrimanna og vélstjóra mæli á móti þessu frv., úr því að Alþ. á annað borð einu sinni gekk inn á að gera svo strangar kröfur til réttindamanna á skipunum elns og gerðar hafa verið. Það eru bara venjuleg fyrirbrigði, að samtök þeirra, sem hafa hagsmuna að gæta, standi á móti því, sem þeir telja vera á móti hagsmunum sínum; en ég álít, að með þessu frv. sé fyrst og fremst farið svo hóflega í sakirnar, að mjög litlu muni yfirleitt fyrir stéttina, og í öðru lagi verður fyrst og fremst að hugsa um það, að þó að þessir umframmenn, sem samkv. 1. hafa verið settir á skipin, séu ekki neinar drápsklyfjar, þá dregur um hvern eyrinn fyrir útgerðina, eins og hún er aðþrengd nú á tímum, og það er engin ástæða fyrir okkur Íslendinga að gera okkur eitthvað meiri menn en aðrar þjóðir með því að tildra of mannmörgum mannskap á skipin.

Ég vil geta þess viðvíkjandi 1. gr. frv., um undanþágu fyrir báta, 30 smálesta og þar undir, að ég hefi fengið heilmiklar umkvartanir úr mörgum verstöðvum landsins um, að það væri ómögulegt að búa við l. eins og þau nú eru. Menn verði með þessu lagi að útiloka gamla og æfða fiskimenn og taka í þeirra stað nýja og óreynda menn, ef þeir á annað borð hafi getað fengið þá, sem í sumum tilfellum hafi ekki verið hægt.

Ég álít sjálfsagt að samþ. frv. óbreytt að þessu sinni, en ég vil taka höndum saman hvort heldur við hv. þm. Ísaf. eða aðra um að láta fara fram allsherjarendurskoðun á þessari löggjöf allri fyrir næsta þing.