25.03.1938
Neðri deild: 34. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í C-deild Alþingistíðinda. (2252)

6. mál, tekjuskattur og eignarskattur

*Sveinbjörn Högnason:

Mér þykir leitt, að hv. flm. skuli ekki skilja mælt mál, því ég hélt ég hefði sagt það greinilega, að sá, sem ég teldi fulltrúa útvegsmanna í n., hefði ekki viljað ganga inn á þetta. Ég sagði aldrei, að flm. hefði ekki viljað ganga inn á þetta, því það var aldrei undir hann borið. Hann er ekki í n. og n. hefir ekki kallað hann sér til aðstoðar. Ég vil vænta þess, að þegar hann svarar næst, þá reyni hann að halda sér að því, sem um er rætt, en telji sig ekki endilega hinn eina forsvarsmann útvegsmanna í hv. d., því það er alls ekki litið svo á.