04.04.1938
Neðri deild: 40. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í C-deild Alþingistíðinda. (2525)

75. mál, rafveitur ríkisins

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég álít, að það hefði verið réttara, að þetta frv. hefði verið eingöngu um veiturnar frá Soginu. Það er enginn vafi á því, að raforkumálanefnd var falið að gera till. um þær veitur. Hún hefir hinsvegar sett málið inn á víðari grundvöll með flutningi þessa frv. Ég benti á það við 1. umr., að eins og frv. er., þá gæti það vakið tyllivonir hjá mönnum, sem hafa áhuga á að koma rafveitum upp, um það, að ríkið mundi taka af þeim ómakið, Ég vil þess vegna láta það koma skýrt fram, þótt ég geri það ekki að ágreiningsatriði um frv. sjálft, að ég lít svo á, að þetta frv. sé fyrst og fremst um hagnýtingu rafmagnsins frá Soginu.