01.03.1938
Efri deild: 11. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 275 í C-deild Alþingistíðinda. (2664)

22. mál, bifreiðalög

*Flm. (Páll Hermannsson):

Samskonar frv. þessu var flutt í Nd. á síðasta þingi, en fékk ekki afgreiðslu. Frv. þetta er undirbúið að tilhlutun dómsmrh., og flm. flytja það eftir ósk hans. L. þessi eiga, ef samþ. verða, að koma í stað eldri l. um bifreiðanotkun, frá árinu 1931 En frv. er samið með hliðsjón af dönskum og norskum l. með þeim breyt., sem leiðir af hérlendum staðháttum. Frv. vill setja reglur um notkun bifreiða og taka upp í I. ákvæði, sem nauðsynleg eru, en vantar í eldri bifreiðal. Þetta er talsverður lagabálkur, í VIII köflum. Efninu er raðað í kafla, sem ekki hefir verið gert áður, og gerir það l. skipulegri.

Í frv. eru nákvæmari reglur en áður hafa gilt um notkun bifreiða, og er ætlazt til, að þær miði að því að gera bifreiðar hættuminni bæði fyrir þá, er í þeim ferðast, og aðra. Frv. fylgir allýtarleg grg., svo ýtarleg, að ég þarf ekki að fara frekar út í frv., því að ég get ekki útskýrt það betur en þar er gert. Vil ég aðeins geta þess, að við vildum gera lítils háttar breytingar á nokkrum atriðum frv., og teljum ennfremur, að nokkur nauðsynleg ákvæði vanti í það. En þó vildum við ekki leggja fram brtt. að þessu sinni. þar sem frv. kemur að líkindum til n., sem við eigum sæti í.

Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og allshn.