01.03.1938
Efri deild: 11. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 276 í C-deild Alþingistíðinda. (2665)

22. mál, bifreiðalög

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Bak við frv. þetta liggur talsverð athugun og vinna. Ég veitti því ekki athygli, hversu seint gekk afgreiðslu málsins á síðasta þingi. Er oft svo, að þegar miklar umr. eru um pólitísk mál, þá taka menn ekki eins eftir málum þeim, er almennara eðlis eru, en tekið hefir engu minni vinnu að undirbúa. Frv. dagaði því uppi á síðasta þingi. En þeim, sem farið hafa með lögreglumál þessa bæjar undanfarin ár, er ljóst, að bifreiðal. eru ófullnægjandi. Því var það, að við tókum fyrir 2—21/2 ári að afla okkur gagna um breyt. þær, sem að undanförnu hafa verið gerðar á bifreiðal. í nágrannalöndunum, samkvæmt undangenginni reynslu. Var síðan þessi lagabálkur saminn upp úr gömlu bifreiðal., með hliðsjón af þeirri reynslu, er hér á landi hefir fengizt.

Hv. flm. sagði í framsöguræðu sinni, að hann teldi, að breyta þyrfti nokkrum ákvæðum og bæta við öðrum. Ég vil í því sambandi geta þess, hv. n. til leiðbeiningar, að frv. er undirbúið af lögreglustjóranum í Reykjavík og síðan lesið yfir af mér og öðrum lögfræðingi. Síðan hafa bifreiðaeftirlitsmenn og vegamálastjóri athugað frv. Tel ég því heppilegast, ef brtt. á að gera í n., sem ég fortek ekki, að geti verið nauðsynlegt, að áður sé leitað umsagnar þessara aðilja, sem hafa mesta reynslu í þessum efnum allra hérlendra manna.

Vildi ég svo óska þess, að frv. gæti fengið sem fljótasta afgreiðslu, án þess að það þyrfti að gamla út yfir vinnubrögðin við það.