05.04.1938
Sameinað þing: 16. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 89 í D-deild Alþingistíðinda. (2868)

91. mál, vantraust á ríkisstjórnina

Forseti (HG):

Ég vildi sýna þessum hv. þm. það frjálslyndiað koma þessum orðum að, áður en gengið yrði til dagskrár; ef hann biður um orðið, verður honum leyft að tala, og skoðast hann þá sem utanflokkamaður. Umr. um þetta mál er nú lokið og verður gengið til dagskrár.

Þá hefst önnur umferð þessara útvarpsumræðna, og verður nú röð flokkanna sem hér segir:

1. Bændafl., og talar af hans hálfu Stefán Stefánsson.

2. Sjálfstfl., og talar af hans hálfu Ólafur Thors.

3. Alþfl., og talar af hans hálfu Finnur Jónsson.

4. Kommfl., og talar af hans hálfu Brynjólfur Bjarnason.

5. Framsfl., og tala af hans hálfu Eysteinn Jónsson og Jónas Jónsson.

Þriðja umferð tekur við að lokinni annari umferð, og tala þá flokkarnir í þessari röð: Alþfl., Framsfl., Bændafl., Kommfl. og Sjálfstfl.

Í lok annarar umferðar verður hv. 3. þm. Reykv., Héðni Valdimarssyni, veitt orðið, ef hann þá kveður sér hljóðs. Skoðast hann þá sem utanflokkamaður og fær allt að 1/2 ræðutíma á við hvern þingflokk, eða 171/2 mínútu, sem hann ræður, hvort hann tekur í einu eða tvennu lagi.

En áður en ég gef hv. fyrsta ræðumanni orðið, vildi ég minnast á hina rökst. dagskrá, sem tilkynnt var á síðasta fundi í lok umr. af hv. þm. Dal., Þorsteini Briem, og skal ég lesa hana hér upp fyrir hv. þm. [Sjá að framan.]

Þessi rökst. dagskrá liggur þá einnig fyrir til umr.