12.03.1938
Neðri deild: 20. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 448 í B-deild Alþingistíðinda. (372)

44. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

*Frsm. (Stefán Stefánsson):

Herra forseti! Eins og hv. þdm. sjá á þskj. 73, hefir fjhn. Nd. orðið á eitt sátt um það að leggja til, að frv. á þskj. 47 verði samþ., en frv. gerir ráð fyrir nokkurri breyt. á gildandi l. um tekjur bæjar- og sveitarfélaga, sem samþ. voru á síðasta þingi. Er lagt til, að aftan við 1. málsgr. 4. gr. l., sem er um undanþáguheimild um tekjur bæjar- og sveitarfélaga, komi, að þær jarðræktartilraunastöðvar, sem reknar eru með opinberum styrk og undir opinberu eftirliti, skuli undanþegnar skatti þeim, sem þar um ræðir.