01.04.1938
Efri deild: 38. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 453 í B-deild Alþingistíðinda. (399)

50. mál, fasteignasala

*Frsm. (Magnús Jónsson):

Ég gerði grein fyrir brtt. á þskj. 162 við 2. umr., svo að ég get að mestu leyti sparað mér að tala fyrir henni nú. Þessi brtt. við 13. gr. gengur út á það, að auk hæstaréttar- og héraðsmálaflutningsmanna skuli þeir lögfræðingar, er hafa í 3 ár gegnt embætti eða stöðu, sem lögfræðipróf þarf til, hafa réftindi til að stunda þessa atvinnu. Þetta virðist sjálfsagt, og er sennilega ekki annað en athugaleysi, er frv. var samið, að þetta skyldi ekki tekið fram. N. mælir því með því, að brtt. verði samþ. Brtt. hefir engin áhrif á gang málsins, því að hvort sem er verður málið að ganga til Nd., þar sem önnur brtt. er komin fram við frv. hér í d. Ég hefi að vísu ekki talað við marga úr allshn: Nd., en ég hygg þó, að sú n. muni verða samþykk þessari brtt.