20.04.1938
Neðri deild: 50. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 486 í B-deild Alþingistíðinda. (504)

58. mál, mat á matjessíld og skozkverkaðri síld

*Frsm. (Finnur Jónsson):

Ég ætla ekki að deila um þetta sérstaklega við hv. 6. þm. Reykv., en ég legg allmikla áherzlu á, að heimildin, sem er í frv. um það, að ráðh. geti ákveðið laun matsmanna, haldist, því að eftir þeirri reynslu, sem ég hefi haft af þessum málum. tel ég í raun og veru útilokað, að árangur af matinu mundi nást með þeim hætti, sem gert er ráð fyrir í till. hv. 6. þm. Reykv. Ég vil því leggja til, að þessi till. verði felld, sérstaklega af þeirri ástæðu, sem ég hefi tilgreint, að ég tel þörf á að hraða málinu, vegna nauðsynlegs undirbúnings, sem stendur í sambandi við framkvæmd matsins.