14.03.1938
Efri deild: 21. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 502 í B-deild Alþingistíðinda. (590)

51. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

*Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frv. þetta fer fram á að lögfesta það skipulag, sem verið hefir í stjórnarráðinu um nokkur undanfarin ár, að skrifstofustjórarnir skuli vera fjórir, en svo hefir verið nú nokkur undanfarin ár.

Það, sem hér er farið fram á, er það, að yfir utanríkismálin verði settur sérstakur skrifstofustjóri, og þar sem nauðsyn hefir knúið þetta fram, lítur allshn. þessarar hv. d. svo á, að lögfesta beri þetta fyrirkomulag, og leggur því til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.