14.03.1938
Efri deild: 21. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 502 í B-deild Alþingistíðinda. (591)

51. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Þorsteinn Þorsteinsson:

Það var aðeins fyrirspurn, sem ég vildi gera til form. allshn. eða flm. um það, hvernig því yrði varið með hann þessa fjórða skrifstofustjóra. Það er ekkert ákvæði í þessu frv. um það, hver laun hans skuli vera, en ég hygg, að þessi maður, sem gert er ráð fyrir að komi nú í þessa fjórðu skrifstofustjórastöðu, hafi miklu hærri laun en þau, sem lögákveðin eru fyrir skrifstofustjórana.

Ég vildi fá að heyra um það frá hv. flm. eða hv. n., hvort honum væri ætlað að halda sömu launum, nefnilega hærri launum en skrifstofustjóranna, eða hvort hann ætti að búa við sömu launakjör eins og hinir skrifstofustjórarnir. Mér hefði þótt réttast, að ákvæði um þetta hefði verið sett í l.