01.04.1938
Neðri deild: 38. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 658 í B-deild Alþingistíðinda. (871)

69. mál, togaraútgerðarnefnd

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Ég vil aðeins skýra frá því, að sjútvn. hefur tekið til meðferðar brtt. þá, sem fyrir liggur á þskj. 109, frá hv. 3. þm. Reykv. og hefir n. ekki getað fallizt á að mæla með henni. Brtt. fjallar um það, að n. skuli skila árangri af störfum sínum á yfirstandandi þingi. En sjútvn. sýnist mjög hæpið að gera ráð fyrir því, að verk n. gætu gengið svo fljótt, þar sem frv. er ekki enn komið í gegnum þingið, að rétt væri að skylda hana til að ljúka störfum á þessu þingi.