04.03.1938
Neðri deild: 14. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 667 í B-deild Alþingistíðinda. (901)

40. mál, hafnargerð á Raufarhöfn

*Flm. (Gísli Guðmundsson):

Ég ætla aðeins, til þess að gera hv. þm. G.-K. hughægra, að endurtaka tilboð mitt um að sýna honum bréfið og uppkastið, án þess hann eigi nokkra kröfu á því. Fyrst það kostar svo lítið, þá vil ég gera mitt til að róa geðsmuni hv. þm. (ÓTh: Má ég eiga von á því í dag?). Ég hefi það ekki hjá mér, en á morgun mun hann að sjálfsögðu geta fengið það.