28.12.1939
Sameinað þing: 22. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 472 í B-deild Alþingistíðinda. (1030)

1. mál, fjárlög 1940

Forseti (PO) :

Áður en gengið er til dagskrár vil ég taka fram, að formenn allra þingfl. hafa fjáð forseta, að þeir óski ekki eftir, að eldhúsumr. verði útvarpað að þessu sinni, þar sem tilætlunin er að ljúka þingstörfum fyrir áramót og því óhjákvæmilegt að nota hverja stund til afgreiðslu þingmála. Samkv. þingsköpum er eigi skylt að útvarpa eldhúsumr., en hinsvegar hefir myndazt um það föst venja. Mun ég því ekki breyta frá þessari venju, nema mikill meiri hl. þm. sé því samþykkur.