03.03.1939
Neðri deild: 12. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 613 í B-deild Alþingistíðinda. (1126)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það er ekki meining mín að fara að ræða tolllagafrv. það, sem fram er komið í Ed. En það frv. er miðað við, að ríkissjóður hafi svipaðar tekjur eins og hann hefir haft. Ennfremur vil ég taka það fram, að flokksbræður hv. 5. þm. Reykv. hafa lofað að beita sér fyrir því, að tollarnir yrðu lækkaðir, svo að ég álít ekki ástæðu fyrir þennan hv. þm. að beita sér fyrir því, sem stendur í svo nánu sambandi við hækkun tolla.