09.12.1939
Neðri deild: 79. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 755 í B-deild Alþingistíðinda. (1392)

113. mál, skatt- og útsvarsgreiðsla af stríðsáhættuþóknun

*Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Ég get sagt svipað um þetta mál og hæstv. atvmrh. Það varð að samningum milli landsstj. og stéttafélaga útgerðarmanna og sjómanna, að helmingur áhættuþóknunarinnar yrði undanþeginn sköttum og gjöldum. En auðvitað hafa þm. flokkanna óbundnar hendur til að koma með breyt. á þessum ákvæðum, ef þeim sýnist svo.