11.12.1939
Efri deild: 81. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 761 í B-deild Alþingistíðinda. (1414)

127. mál, fiskveiðasjóður Íslands

Frsm. (Ingvar Pálmason:

Um þetta frv. er lítið að segja frá hendi sjútvn. Breyt., sem þar er farið fram á, er um að hækka hámark það, sem ákveðið er í 1. um fiskveiðasjóð Íslands viðvíkjandi veitingu lána til stærri báta. Það er í núgildandi l. ákveðið 40 þús. kr., en í frv. er gert ráð fyrir að hækka upphæðina upp í 50 þús. kr. Mismunurinn er ekki einu sinni það, sem krónan lækkaði síðan l. um fiskveiðasjóð voru sett. N. telur sjálfsagt, að þessi breyt. verði gerð, og stjórnendur fiskveiðasjóðs Íslands telja ekki nema sanngjarnt, að þessi breyt. verði gerð.