25.11.1939
Efri deild: 69. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 765 í B-deild Alþingistíðinda. (1436)

133. mál, tollheimta og tolleftirlit

*Frsm. (Magnús Jónsson) :

Þetta frv. er eins og það, sem áðan var rætt (frv. um gjald af innlendum tollvörutegundum), flutt að tilhlutun hæstv. fjmrh. Milliþn. í tolla- og skattamálum hefir yfirfarið það og samþ. efnislega fyrir sitt leyti. — Fyrsta breyt. er gerð á 3. gr. l. um tollheimtu og tolleftirlit frá 1937, og er um það, að hér eftir verði ákveðið af fjmrh., á hvaða höfnum á landinu skylt skuli að hafa tolleftirlit, þannig, að löggilding hafna feli ekki í sér framvegis, að skipum sé heimilt að leita þar afgreiðslu og eigi heimtingu á tolleftirliti á staðnum. Ef þetta verður samþ., semur ráðuneytið skrá yfir þær hafnir, sem tollstjórar eða umboðsmenn þeirra skulu vera á, og fá skip ekki afgreiðslu annarstaðar. Um leið er takmörkuð merking orðsins „höfn“ í l. um tollheimtumenn og tolleftirlit (5. gr.) og látið gilda aðeins um þá staði, sem skipum er heimil afgreiðsla á. Þetta er til þess að spara fyrirhöfn við að hafa umboðsmann á höfnum, þar sem skilyrði eru yfirleitt engin til afgreiðslu skipa.

Í 2. gr. eru ákvæði, sem eiga að létta eftirlit með smygli frá skipum í stórum stíl. Ákveðið er, að skip, sem komið er inn í íslenzka landhelgi, skuli halda viðstöðulaust eðlilega leið til hafnar. Er . þetta til að koma í veg fyrir, að skip séu að sveima í landhelginni og e. t. v. biða færis á að setja á land ólöglegan varning. Skapar þetta grundvöll til ákæru, ef út af er brugðið. Hliðstæð ákvæði eru í l. hjá öðrum þjóðum og hjálpa vel í baráttunni við smyglskip. sem hafast við utan hafna innan landhelgi. Þessi tvö ákvæði eru einungis til að létta tolleftirlitið.

Ákvæði 3. gr. frv. breytir 7. gr. l., og þó ekki stórvægilega. Í 7. gr. gildandi l. um tolleftirlit eru ákvæði, sem bundin eru við farþega- og vöruflutningaskip. Með þessari breyt. er þetta gert almennt og látið eiga við öll skip, en ekki aðeins við áður nefndar skipategundir.

Þá er ákvæði um að fella niður tilkynningarskylduna. Þetta er gert vegna þess, að réttara þykir, að fyrirmæli um það atriði séu sett í reglugerð og sveigjanleg eftir ástæðum á hverjum tíma, heldur en fastbinda þetta í l. Raunverulega er því ekki ætlazt til, að þetta atriði falli úr gildi í framkvæmd, heldur gert að reglugerðarákvæði.

Síðasta ákvæðið breytir 6. gr. l. um tolleftirlit á þann hátt, að eigi skuli framvegis miða sektir við smálestatölu hlutaðeigandi skipa, heldur fari um þær. eftir málavöxtum.

Ég tel ekki, að neitt af þessum atriðum, sem ég hefi minnzt á, muni orka tvímælis.