20.12.1939
Efri deild: 89. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 826 í B-deild Alþingistíðinda. (1629)

82. mál, útsvör

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég get ekki orðið við þeim tilmælum að taka brtt. aftur, því að hún á fullan rétt á sér. Nd. hefir fallizt á það princip, að útsvarsgreiðslu þurfi ekki að vera lokið fyrir áramót. Og þá skiptir það ekki miklu, þótt greiðslur skiptist á tíma, sem er 2–3 mán. lengri en nú er gert ráð fyrir, ef atvinnurekandi heldur þessu eftir, svo að greiðsla sé örugg. Hinsvegar hefir reynslan verið sú, að sveitarfélög nota ekki þessa heimild. Þau hafa heimild til að hafa gjalddaga útsvara tvo, og það nægir þeim flestum. Þessi breyting á l. er gerð fyrir bæina fyrst og fremst, enda þaðan komin krafan um hana. — Ég mun láta atkvgr. fara fram um brtt.