27.12.1939
Efri deild: 95. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1088 í B-deild Alþingistíðinda. (2185)

170. mál, Landsbanki Íslands

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Allshn. hefir yfirfarið frv. í fundarhléinu og borið það saman við l. Landsbanka Íslands frá 15. apríl 1928. Breyt. þær, sem hér er um að ræða, eru við 3. gr. l. og stefna í þá átt að gera það kleift undir öllum kringumstæðum að halda löglegan bankanefndarfund. Í l. er gert ráð fyrir, að bankanefndarfundur sé haldinn mánuði eftir að þing kemur saman, og er þá miðað við 15. febr. Ennfremur er gert ráð fyrir því, að boða skuli til fundarins með mánaðar fyrirvara. Nú hefir þetta stundum rekizt þannig á, að þeir nm., sem búsettir eru út á landi, hafa verið fallnir úr nefndinni, þegar þeir hafa komið til bæjarins. Eins er það. ef þinghald er framkvæmt að hausti, að þá er lítt mögulegt að framfylgja ákvæði laganna.

Ákvæði frv. eiga að ráða bót á þessu og gera ráð fyrir, að forseti n. boði til fundar með nægum fyrirvara, þegar reikningar bankans liggja fyrir, en eitt af verkefnum n. er að úrskurða reikninga bankans.

Kjörtímabilið er óbreytt, eða 6 ár. — 3. gr. frv. kveður á um kosningu forseta n. og er í samræmi við hinar gr. frv.

Í bráðabirgðaákvæðum er gert ráð fyrir því, að þeir nefndarmenn og varamenn, sem kjósa átti á væntanlegu vetrarþingi, skuli kosnir fyrir áramót. Styttist þá kjörtímabil þeirra, er úr n. áttu að ganga nú, að sama skapi, og sömuleiðis hinna tveggja nefndarþriðjunga síðar meir.

Allshn. er á einu máli um að mæla með því, að þessar breytingar á landsbankalögunum verði samþ., því ella gæti svo farið, að erfitt reyndist að halda löglegan bankanefndarfund.