04.01.1940
Neðri deild: 102. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1278 í B-deild Alþingistíðinda. (2572)

164. mál, fiskimálanefnd

*Sveinbjörn Högnason:

Ég vil aðeins benda á það atriði út af fyrir sig, að ef ætti að fækka í mjólkursölunefnd, myndu margir aðilar missa sinn fulltrúa. M. a. vil ég benda hv. flm. á það, að þar með myndi Hafnarfjarðarbær missa sinn fulltrúa úr n. Eins og ákveðið er, skal hver bær um sig hafa fulltrúa í þessari n. En eigi að fækka nefndarmönnum, er augljóst, að sumir bæir mundu missa fulltrúa sína. Ég hugsa, að a. m. k. Hafnfirðingar myndu ekkert verða þakklátir við flm. vegna þessara brtt., þeir hafa hingað til óskað eftir því að hafa fulltrúa í mjólkursölunefnd.

Það liggur í augum uppi, að till. getur ekki verið borin fram í neinni alvöru. Ég held, að hér sé frekar um að ræða hefndarpólitík af hálfu hv. flm.