04.01.1940
Neðri deild: 102. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1279 í B-deild Alþingistíðinda. (2575)

164. mál, fiskimálanefnd

*Sveinbjörn Högnason:

Ég hafði varla búizt við því, að hv. 6. landsk. myndi ganga jafngreinilega í mótsögn við sjálfan sig eins og hefir komið fram. Fyrst talar hann um, að þetta sé ekki nein hefndarpólitík og sé í samræmi við þann órétt, sem fiskimálan. sé beitt, en gefur svo í skyn, að Alþfl. muni framvegis ekki styðja afurðasölumálið. Ég vil benda hv. þm. á, að öll mótmæli Alþfl. gegn þessu frv. eru gerð sem pólitísk árás, en algerlega ástæðulaus.