22.04.1939
Efri deild: 46. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 87 í B-deild Alþingistíðinda. (266)

64. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

*Þorsteinn Þorsteinsson:

Mér virðast þeir, sem hér hafa talað, vera mér sammála um það, að till. mín sé til bóta. En hv. 11. landsk. taldi það endileysu, þegar talað er um atvinnumálaráðuneyti í brtt. minni. Ég talaði um þetta við mann í atvinnumálaráðuneytinu, og var honum ekki kunnugt um, að enn hefði verið stofnað sérstakt félagsmálaráðuneyti. En það ræður mestu, undir hvaða ráðh. þessi mál eiga að heyra, og með brtt. minni er ótvírætt ákveðið, að félagsmrh. skuli annast þessa ráðningu. Yfirleitt geri ég ráð fyrir, að sú stofnun, sem fer með þessi mál, verði eins og hingað til kölluð atvinnu- og samgöngumálaráðuneyti, og því vildi ég ekki breyta þessu. Og ég taldi ekki rétt að gegnumfæra þessa orðabreytingu alstaðar í l., því að ég tel ekki, að það rekist á, þó að í frv. standi félagsmálaráðh., en í l. atvmrh. Um það verður ekki villzt, við hvorn er átt.