03.01.1940
Neðri deild: 101. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 97 í C-deild Alþingistíðinda. (2833)

152. mál, bráðabirgðaráðstafanir

*Pálmi Hannesson:

Ég vil endurtaka það, sem ég sagði áðan, því að hv. þm. Borgf. virðist vera orðinn nokkuð heyrnarsljór. Ég tók það fram, að nýkomnir væru á markaðinn straumsparari lampar fyrir rafhlöðutæki en áður voru notaðir. Þar með fellur röksemd hv. þm. (PO: Nei, það þarf að nota straum í báðum tilfellum).