25.11.1939
Neðri deild: 68. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í C-deild Alþingistíðinda. (2991)

122. mál, verkstjórn í opinberri vinnu

*Skúli Guðmundsson:

Ég þarf ekki miklu að svara hv. 6. landsk., því hv. þm. Barð. hefir að verulegu leyti gert það. Ég gat þess áðan, að ég sé ekki, að það sé neitt sérstakt í þessu frv., sem heyri undir starfssvið iðnn. frekar en ýmsra annara n. Það er sennilegt, að ef frv. verður samþ. eins og það nú liggur fyrir, þá gildi það um verkstjóra í vegavinnu, svo það gæti þá eins vel átt heima hjá samgmn. Að því leyti, sem það varðar fræðslu, þá getur það eins verið hjá menntmn. Nú legg ég ekki til, að frv. fari til þessara n., heldur til þeirrar n., sem á að fá það eftir efni frv.

Hvað sem segja má um annríki sérstakra n. — en ég man það eins og hv. 6. landsk., að formaður allshn. lét þess getið, að n. hefði allmiklum störfum að sinna —, þá hefir það verið venja hér á hv. Alþ. að vísa málum til n. eftir eðli mála, en ekki eftir því, hvað hver einstök n. hefði mikið á sinni könnu. Ég geri ráð fyrir, að hv. þd. vilji halda þeirri reglu áfram. Ef á að vísa málum til n. ettir því, hverjar hafi minnst að gera, þá er rétt út af þeirri yfirlýsingu, sem hv. form. landbn. gaf um erfiðleikana á því að ná n. saman, að taka málin frá henni og láta þau til iðnn. eða sjútvn. En ég býst ekki við, að hv. þm. geti á það fallizt.