05.12.1939
Neðri deild: 75. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 205 í C-deild Alþingistíðinda. (2995)

122. mál, verkstjórn í opinberri vinnu

*Frsm. (Emil Jónsson):

Það voru við 1. umr. þessa máls gerðar nokkrar aths. við frv. um verkstjórn í opinberri vinnu, og lofaði ég því þá fyrir h. n., sem frv. flutti, að taka þær til athugunar. Það virtust þá vera tveir annmarkar. sem á því voru fundnir, við 3. og 7. gr. Enda hefir nú n. gert þetta, og liggja fyrir till. um þessi 2 atriði.

Út af ákvæðinu í 3. lið 3. gr. hefir iðnn. lagt til, að ef ágreiningur yrði út af skilningi á þessum lið, væri það lagt undir álit eða dóm vegamálastjóra eða hlutaðeigandi sýslumanns, og megi skjóta úrskurði þeirra til ráðherra.

Út af atriðinu í 7. gr., sem ég taldi óþarft að hafa, að ákvæðið tæki bæði til verkfræðinga og meistara, sem stunduðu verkstjórn og hefðu heimild til þess samkv. lögunum, hefir n., til þess að fyrirbyggja allan misskilning, tekið þessi ákvæði inn nú.

Tel ég ekki þörf frekari skýringa á þessu, þar sem málið liggur ljóst fyrir.