17.04.1939
Neðri deild: 41. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í C-deild Alþingistíðinda. (3145)

74. mál, vatnalög

*Flm. (Sigurður Kristjánsson):

Samkv. vatnal. telst „hérað“ bæjarfélag, sýslufélag eða hreppsfélag. Og í vatnal. er ekki gert ráð fyrir, að vatnsvirkjun til raforkuframleiðslu sé gerð nema af einu slíku félagi.

Nú er það farið að tíðkast, að fleiri héruð vilja vera saman um vatnavirkjun til raforkuframleiðslu. Stundum er það fleira en eitt hreppsfélag og stundum bæjar- og hreppsfélag og stundum bæjar- og sýslufélag. En þetta má ekki eftir núgildandi l. Þess vegna ber ég fram frv. um breyt. á þessum 1., til þess að bæta úr þessu með ákvæði um það, hvernig félag skuli myndað, ef um fleiri héruð er að ræða.

Sé ég ekki ástæðu til að skýra þetta nánar. En mér er kunnugt um, að af þessu hafa orðið nokkur vandræði, þar sem ríkisstj. lítur svo á, að hún muni ekki geta staðfest samþykktir fyrir félög, sem ná yfir fleira en eitt hérað, af því að til þess vantar lagagrundvöll. Ég vænti þess, að engin mótstaða verði gegn því, að frv. verði samþ. Ég tel þó alveg sjálfsagt, að það fari til n., og mundi það þá bezt eiga heima hjá allshn. En sökum þess, að þetta gat á l. hefir valdið nokkrum óþægindum, vildi ég mega vænta þess, að því verði flýtt í gegn á þessu þingi, ef n. sér ekki á því neina sérstaka meinbugi. Vil ég svo gera að till. minni, að málinu verði vísað til 2. umr. og allshn.