25.04.1939
Neðri deild: 51. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 237 í B-deild Alþingistíðinda. (584)

75. mál, ríkisborgararéttur

*Frsm. (Bergur Jónsson):

Ég flutti brtt. á þskj. 230, um að bæta inn í frv. einum manni, Simon Albert Nordling, sem er Svíi, er býr á Patreksfirði. Hann fullnægir öllum skilyrðum til að öðlast ríkisborgararétt, en hann hafði ekki öll nauðsynleg gögn fyrir hendi, þegar frv. var flutt. Nú hefir hann fengið þau gögn og fullnægir því skilyrðunum að öllu leyti.