08.12.1939
Neðri deild: 78. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 379 í B-deild Alþingistíðinda. (893)

101. mál, ríkisreikningurinn 1937

Jón Pálmason:

Það er undarlegur hlutur, þegar þessi hv. þm. fer að brigzla öðrum um ósannindi, því að ekki eru aðrir kunnari en hann að ósannsögli á Alþingi. Hann les hér að vísu ekki rangt upp úr Morgunblaðinu, en gætir þess ekki, hverju hann er að svara. Hann segir, að það starfi 5 menn á skrifstofu, þeir hafi þetta og þetta í laun og svo framvegis. En allt, sem um þetta var sagt af hv. þm. N.-Ísf., var ósannindi. Víkjandi heimildum um þetta er við fjvn. að eiga, en ekki mig einan. Sömu rangfærslurnar koma fram hjá hv. þm. viðvíkjandi fiskimálan. Að öðru leyti ætla ég ekki að eiga orðastað við þennan mann, enda er það álit margra á Alþingi, að það sé næstum því neðan við virðingu þingsins að ræða við hann.