23.12.1939
Neðri deild: 91. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 394 í B-deild Alþingistíðinda. (962)

97. mál, hitaveita Reykjavíkur

*Steingrímur Steinþórsson:

Ég skal ekki lengja umr. að óþörfu. Frsm. fjhn. hefir skýrt rétt frá áliti n. og einnig tekið réttilega fram, eins og vikið er að á þskj. 577, að ég og hv. 1. þm. Rang. höfum áskilið okkur rétt til þess að bera fram brtt. við frv. Það, sem fyrir okkur vakir, er að vísu gamalt ágreiningsmál, það, hvort ríkissjóður eigi að bera ábyrgð á öllu láninu til hitaveitunnar eða að nokkuð yrði að leggja fram án slíkrar ábyrgðar. Við 3. umr. munum við bera fram brtt. um, að ábyrgðin nemi aldrei meira en 90% af því, sem til hitaveitunnar verður varið. Læt ég þessi orð nægja að svo stöddu.