15.04.1940
Efri deild: 35. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 530 í B-deild Alþingistíðinda. (1266)

42. mál, húsaleiga

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Þetta frv. hefir tekið 2 efnisbreyt. í Nd. Önnur breyt. er sú, að ákvæðinu um skipun húsaleigunefndar er breytt í það form, sem upphaflega var lagt til í frv. Hin breyt. er um það, að einbýlisherbergi skuli vera frjáls, eins og það er orðað í frv. Allshn. þessarar d. hefir tekið þessar breyt. til athugunar. Meiri hl. hennar lítur svo á, að þessar breyt. séu að vísu verulegar efnisbreyt., en telur þó ekki rétt að gera tilraun til að breyta frv. frá því, sem nú er, meðal annars vegna þess, að í Nd. höfðu báðar þessar till. mikið fylgi, og hér í d. urðu einnig um þetta nokkur átök. Má þess vegna gera ráð fyrir, að þetta sé vilji meiri hl. Alþ. Ef farið yrði hinsvegar að breyta þessu hér í d., er hætt við, að það skapaði reiptog milli d. um þetta, og mundi það ef til vill geta stefnt málinu í tvísýnu að setja það í Sþ. Við lítum svo á, að þetta mál sé svo mikilsvert, að ekki sé rétt að tefla því í neina tvísýnu. Meiri hl. n. mælir þess vegna með því, að frv. verði samþ. óbreytt.

Hv. 11. landsk. ber fram brtt. á þskj. 453 um, að skipun n. verði hagað á þann hátt, sem frv. gerði ráð fyrir eins og það var, þegar það fór til Nd. Ég skal ekki fara fleiri orðum um þá till. fyrr en hann hefir mælt fyrir henni.