01.04.1940
Neðri deild: 27. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 534 í B-deild Alþingistíðinda. (1284)

40. mál, alþýðutryggingar

*Haraldur Guðmundsson:

Ég vil þakka hv. frsm. n. fyrir það, sem hann sagði um brtt. þær, sem ég flyt á þskj. 281, sem, eins og hann sagði, ræða aðeins um framkvæmdaratriði. Þar er ákveðið tímatakmark, hvenær skýrslur og framtöl skuli vera komin til hreppstjóra eða lögreglustjóra vegna slysatryggingarinnar, en það ákvæði vantar í l. nú, og ennfremur er lögreglustjórum gefið hliðstætt vald við það, sem skattan. hafa nú, til þess að ákveða slysatryggingariðgjöld, ef ekki er talið fram, eftir sömu reglum og skattan. er heimilt að gera mönnum skatt, ef framtöl eru ekki send.