22.04.1940
Efri deild: 44. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 721 í B-deild Alþingistíðinda. (1813)

70. mál, verðlagsuppbót á laun embættismanna og starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil leyfa mér, ásamt hv. þm. S.-Þ., að bera fram skrifl. brtt. við síðari málsl. 2. gr. frv., þess efnis, að þeir, sem hafa yfir 8 þús. kr. laun úr ríkissjóði eða frá opinberum stofnunum, fái enga verðlagsuppbót, enda fari laun og uppbót aldrei fram úr 8 þús. krónum. Hvaða stofnanir teljast opinberar, verður fjmrn. að skera úr. Um það þarf að setja reglugerð. Ég álít, að það séu fyrst og fremst bankarnir. (MJ: Á að lækka laun ráðh. um 2 þús. kr.? Annað verður ekki séð samkv. till. hæstv. ráðh.?) Nei, ekki var það beinlínis ætlunin. Ég held, að ég verði að biðja hæstv. forseta um fundarhlé, svo að hægt verði að átta sig dálítið betur á þessum atriðum. [Fundarhlé].