12.04.1940
Neðri deild: 34. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 755 í B-deild Alþingistíðinda. (1878)

16. mál, vegalög

*Helgi Jónasson:

Hv. frsm. samgmn. tók það skýrt fram, hvað fyrir n. vakti, þegar hann mælti hér fyrir hönd hennar. Það var búið að vinna að því í samráði við vegamálastjóra, hvernig mál þetta skyldi leyst, og á það samkomulag hélt ég, að allir aðilar hefðu fallizt. En nú kemur t. d. hv. 8. landsk. með brtt., sem er um allt unnað en vegamálastjóri lagði til. Brtt. þessa vænti ég, að hv. þm. taki aftur; hið sama vænti ég og, að aðrir þm. geri, sem brtt. eiga við frv. nú, og fyrir hönd okkar þm. Rang. vil ég taka það fram, að við tökum till. okkar aftur, ef aðrir þm. gera slíkt hið sama með till. sínar. Annars verð ég að segja það, að mér finnst ekki hægt að ganga lengra en samgmn. gerði í þessu efni.