16.04.1940
Neðri deild: 40. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í C-deild Alþingistíðinda. (2056)

37. mál, útflutningur á áli

Thor Thors:

að því er virtist við 1. umr. og ennfremur af grg., sem fylgir frv., þá var svo að skilja, að aðaltilgangurinn með frv. væri sá, að tryggja það, að klak á ál gæti farið fram hér á landi. Í grg. frv. segir svo, með leyfi hæstv. forseta: „... mun verða reynt hér álaklak í stórum stil í samráði við færustu sérfræðinga“. Í nál. meiri hl. sjútvn. er sagt, að n. hafi leitað umsagnar sérfræðings um málið og hann hafi gefið þær upplýsingar, að ekki geti orðið um álaklak að ræða hér á landi. Þar með virðist mér vera fallinn grundvöllurinn undan þessu máli. Það hefði ef til vill verið hægt að réttlæta samþykkt þessa frv. með því, að hér ætti að gera tilraunir með klak á ál. Og ég skal fyrir mitt leyti fúslega játa, að ég hafði ekki þekkingu til að geta andmælt frv. við 1. umr. á þessum grundvelli, en að þessum upplýsingum fengnum fæ ég ekki séð, hvaða grundvöllur er fyrir þessu frv. Ef þessir menn í gróðaskyni vilja hefjast handa um útflutning á ál, þá hafa þeir alla aðstöðu til þess. Það er ekkert, sem hindrar þá, og engin samkeppni, sem þarf að óttast.

Ég verð að telja það mjög svo varhugaverða stefnu af hendi Alþ. að veita elnstökum mönnum slík sérréttindi, sem farið er fram á með þessu frv., og ég verð að segja, að mér finnst næsta langt gengið með flutningi þessa frv. Hér er farið fram á einkaleyfi til þess að flytja út ál Við getum hugsað okkur, að ef til vill komi fleiri fiskitegundir á eftir og verði þá jafnvel endað á því að veita einkaleyfi til að flytja út þorsk. (Rödd af þingbekkjum: Er þetta ekki þannig með þorskinn nú þegar?). Landsmenn hafa hann allir í heild.

Ég vil leyfa mér að mæla með því, að till. hv. 1. þm. Skagf. verði samþ. Þetta mál hefir ekki fengið nægilega athugun og á við litil rök að styðjast.