16.04.1940
Neðri deild: 40. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í C-deild Alþingistíðinda. (2235)

105. mál, verðlagsuppbót á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum o. fl.

Thor Thors:

Ég vil leyfa mér að þakka hv. fjhn. fyrir undirtektir hennar undir þetta' mál.

Ég fellst á rök hv. frsm. um það, að þetta mál eigi að fylgjast að með frv. um verðlagsuppbót á laun starfsmanna ríkisins, en ég er hinsvegar á annari skoðun en hann um það, að atkvgr. megi ekki fara fram um þetta mál fyrr en búið sé að greiða atkv. um hitt frv. Hér er aðeins um 2. umr. að ræða, og fjhn. hefir vitanlega full tök á málinu við 3. umr. Þetta mál er nú hér í d. til 2. umr., en frv. um verðlagsuppbót til starfsmanna ríkisins var borið fram í Ed. og er nú til 2. umr. í seinni d. Það er því meiri nauðsyn á því, að þetta mál fái greiðan gang gegnum þessa d., en hitt.