17.04.1940
Sameinað þing: 19. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 111 í D-deild Alþingistíðinda. (2599)

111. mál, athugun á fjárhag þjóðarinnar

*Sveinbjörn Högnason:

Mér þykir það dálitið einkennilegt, hvað fjvnm. eru ákafir að losna við að fá þessa till. til athugunar. Mér finnst. að þeim ætti ekki að vera svo mjög á móti skapi að fá till. til athugunar, ef grnndvöllurinn, sem lagður hefir verið með skýrslusöfnuninni, er eins tryggur og hv. þm. Borgf. vill vera láta, og ég get ekki skilið annað en að hv. fjvn. verði fljót að afgr. þetta mál eftir að lagður hefir verið svo mikilsverður grundvöllur. Það er alveg rétt hjá hv. þm. Borgf., að mig brestur kunnugleika til þess að dæma að fullu um skýrslusöfnunina. En mér finnst það samt ekki leika á tveim fungum, að það er alltaf mikilsvert, að byggt sé á traustum grundvelli, og mér finnst það ekki vera traustur grundvöllur að byggja á, ef miklar skekkjur eru undir því verki, sem lengi á að standa. Ég held, að þá sé miklu betra að mynda grundvöllinn að nýju; a. m. k. myndi ég miklu heldur taka þann kostinn, ef ég ætti að fást við slíkt.