14.03.1940
Sameinað þing: 6. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í B-deild Alþingistíðinda. (36)

1. mál, fjárlög 1941

Frsm. (Bjarni Bjarnason):

Fjárlög þessa árs voru samþ. af Alþ. síðustu daga ársins 1939. Fjvn. hafði þá leitað allra þeirra upplýsinga snertandi afgreiðslu fjárlaganna, sem unnt var að afla. Útlitið var þá næsta skuggalegt og erfitt að spá nokkru um framtíðina. Er fjvn. þessa þings kom saman til fundahalda fyrir tæpum 4 vikum, eða einum og hálfum mánuði eftir að síðasta Alþ- samþ. fjárl. fyrir árið 1940, var allt viðhorf óbreytt og að verulegu leyti sömu menn í n. og áður, var því tæplega um nýjar upplýsingar að ræða, sem gætu verið grundvöllur undir störf n. að því er snerti fjárl. fyrir árið 1941.

Þótt tekjuliðir ríkissjóðs séu á venjulegum tímum nokkurnveginn í jafnvægi, eru þeir lítt útreiknanlegir á styrjaldartímum; svo mikið byggjast þeir á viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Gjöldin leita í hækkunaráttina, dýrtíðin eykst og verðlag á erlendu efni til verklegra framkvæmda fer síhækkandi. Þörf athafnalífsins er öllum augljós, en möguleikarnir til verklegra framkvæmda eru tengdir blótalegum atvinnuvegum og öruggum tekjustofnum. En er fjárlagafrv. er athugað. kemur í ljós, að það er á annan veg en fjárl. þessa árs. Daggjöldin eru áætluð 16952653.00 kr. á rekstrarreikningi, eða rúmum 900 þús. kr. lægri en í gildandi fjárl. Tekjur á 2. gr. voru í frv. áætlaðar í 17778173 kr., eða um 450000 kr. lægri en í fjárl. 1940. Lækkanirnar voru nær eingöngu á verklegum framkvæmdum, þ.e. 13. og 16. gr. þar sem ekki er nein vissa fyrir því, að tekjur ríkissjóðs bregðist árið 1941, e fjvn. er hinsvegar ófús að skera fyrst niður verklegar framkvæmdir, hefir n. orðið sammála um að gera hækkunartill. bæði tekju- og gjaldamegin. — Hæstv. fjmrh. (JakM) lýsti yfir því í útvarpsræðu við 1. umr. fjl., að hann bæri einn ábyrgð á frv. eins og það lá fyrir. Hann lýsti ennfremur yfir því, að hann væri fús til samkomulags um breytingar á fjárlagafrv. Þessar opinberu yfirlýsingar hæstv. ráðh. gerðu það að verkum, að n. var ekki bundin af sameiginlegum ákvörðunum allra ráðh. En um leið og ég vík að brtt. n. vil ég endurtaka það, sem sagt er í nál., að þær eru í öllum aðalatriðum gerðar með vitund hæstv. ríkisstjórnar.

Um brtt. n. snertandi tekjuliðina er ekki hægt að segja, að þær séu óvarlega áætlaðar. Á síðasta þingi gafst n. tækifæri til þess að athuga álit milliþn. í tolla- og skattamálum, og voru till. fjvn. þá að miklu leyti byggðar á þeim athugunum. Frv. um tollskrá, sem lagt var fyrir síðasta þing og er nú orðið að l., kom í staðinn fyrir 1. brtt toll af tóbaki, sykurtoll, kaffitoll, verðtoll, vörutoll og önnur gjöld af innfluttum vörum. Tekjuáætlunin er byggð á þessu, að því athuguðu, að vörumagn af ýmsum innfluttum vörum minnki, svo sem af skömmtunarvörum og byggingarvörum. verðhækkun á vörum og hækkun farmgjalda hefir hinsvegar mikil áhrif á verðtollinn og vegur að miklu leyti eða öllu á móti minnkandi innflutningi. \efndin hefir þó ekki lokað augunum fyrir óvissri afkomu þjóðarinnar, eins og lýsir sér í till. n. við 22. gr. um lækkunarheimiid gjalda, er síðar verður vikið að.

Ég læt svo nægja það, sem ég hefi sagt um brtt. n. snertandi tekjubálk fjlfrv., en vil með nokkrum orðum víkja að öðrum brtt., sem n. hefir flutt, en mun stytta mál mitt svo sem verða má.

8. brtt., um lækkun fjárveitingar til einkasíma í sveitum úr 15000 kr. í 10000 kr., stafar af því, að innflutningur á efni til símalagninga er takmarkaður, og verða þessar framkvæmdir því að bíða.

9. brtt., bæjarsíminn í Rvík og Hafnarfirði. Í fjárveitingunni, eins og hún er í fjárlagafrv., er innifalin stór upphæð til efniskaupa, og leggur n. til. að fjárveitingin lækki um 110000 kr., eða úr 630000 kr. í 520000 kr. — 10. till. aðrar símastöðvar og eftirlitsstöðvar. Fjárveitingin lækki úr 180000 kr. í 155000 kr. Í fjárveitingunni skv. fjárlfrv. var tekin upp nokkur upphæð til launabóta handa starfsmönnum, en n. lítur svo á, að launabætur eigi að felast í einni upphæð, sem skv. frv. er áætluð 500000 kr., en n. hefir lækkað í 350000 kr. – 11. till., póst- og símahús á Hvolsvelli, liðurinn fellur niður. Hér er um nýbyggingu að ræða, og getur sú framkvæmd beðið.

12. till., um hækkun afnotagjalda ríkisútvarpsins úr 450000 kr. í 500000 kr., er gerð skv. till. frá ríkisútvarpinu. — 13. till., lækkuð á húsaleigu útvarpsins um 10000 kr., er bundin samningi milli útvarpsins og landssímans.

14. till. — Fjárveitingin var ætluð til verzlunarfulltrúa í New York og var að upphæð 75000 kr., en n. leggur til, að upphæðin lækki um 25000 kr. og að liðurinn orðist: vegna verzlunarfulltrúa erlendis. Nokkur óvissa ríkir um það, hvernig þessum málum muni hagað, og er þessi upphæð umfram annað, sem ætlað er í svipuðu skyni.

15. till. — Í fjári. þessa árs er aths., að ríkisskattanefnd skuli fá greiddar 10 kr. á mann fyrir hvern fundardag. Þetta var fellt úr frv. stjórnarinnar, en n. hefir tekið það upp af nýju.

17. till., að skrifstofukostnaður vegamálastjóra lækki úr 31000 kr. í 23000 kr. vegamálastjóri hafði lagt á skrifstofukostnað gjöld, er tilheyrðu áttaldasjóði, og leggur n. til., að sá kostnaður teljist á áhaldasjóði svo sem verið hefir.

Þá koma vegatill. Sé ég ekki ástæðu til þess að ræða um hverja einstaka till., en n. leggur til, að vegaféð hækki um ca. 150 þús. kr., og eru þær upphæðir algerlega í samræmi við till. vegamálastjóra. Þetta eru framkvæmdir, sem flestum þm. er mjög annt um, enda hafa óskir þm. um fjárframlög fyrst og fremst beinzt að samgöngubótum. Það skal játað, að hér er um allverulega hækkun að ræða, en ég hygg, að allir hv. þm. séu sammála um það, að nauðsynlegt sé að veita fé til þessara framkvæmda svo sem frekast er unnt. Um nýja vegi í till n. er ekki að ræða, og mun ég því ekki fara fleiri orðum um þessar till.

19. till. er smáviðbót til bókasafns verkamanna og þarfnast ekki skýringa.

20. till. — Tillög til akfærra sýsluvega eru í fjárlfrv. talin 34000 kr. og eru á einum lið. N. hefir aftur fært fjárveitinguna í 2 liði, eins og er í fjárl., og hækkað liðinn um 6000 kr. Ætlast n. til, að þar af fari 5000 kr. til Miðeyjarvegar í Rangárvallasýslu.

21.–22. till. eru hækkanir vegna launabóta. 23. till., lækkun ýmissa gjalda hjá vitamálastjóra, fyrir 25 þús. kr. komi i5 þús. kr., og hefir vitamálastjóri fallizt á þá lækkun.

24.–27. till., um hafnarbætur, þurfa ekki skýringa við. Má hið sama segja um þær og vegina, að þetta eru framkvæmdir, sem öllum er mjög annt um, að falli ekki niður þrátt fyrir fjárhagsörðugleika, enda eru allar hafnarbætur gerðar í þeim tilgangi, að styðja framleiðsluna.

28. till., til flugmála 20000 kr. Þetta er sama upphæð og er í fjárl., en var áður varið á dálítið annan hátt. Till. er nú í einum lið, en áður voru 10000 kr. veittar til Flugfélags Akureyrar, en það mun nú vera lagt niður.

29. till. — Til Akureyrarkirkju eru í fjl. þessa árs ætlaðar 30000 kr., og leggur n. til, að henni verði ætlaðar 5000 kr. í fjl. 1941. Má að vísu um það deila, hvort ríkinu beri skylda til að leggja þessa fjárhæð fram, en þörfin er áreiðanlega mikil.

Þá er 311. till. n., til bókavörzlu í háskólanum. Ríkisstjórnin hafði ætlað 6000 kr. til bókavarðar háskólans, en n. hefir lækkað það í 1200 kr., eins og er í fjl. þessa árs. Þó hefir borið á því, að menn væru ósammála um, hve mikið fé væri nauðsynlegt að veita í þessu skyni. Ég hefi heyrt, að háskólinn ætti um 60000 bindi bóka, sé gjöf Benedikts Þórarinssonar talin með, og var hugmyndin að setja sérstakan mann til þess að hafa þar bókavörzlu. telur það ekki nauðsyn að svo stöddu. — 31 till., um lækkun á kostnaði við hita og ljós handa háskólanum, er gerð með tilliti til þáltill., er liggur fyrir þessu þingi frá hv. þm. S.- Þ. (JJ), um að ríkisstjórninni takist að semja við Reykjavíkurbæ um einhver fríðindi háskólanum til handa.

32. till., fjárveiting til þess að gera brjóstlíkan af Hirti Snorrasyni. N. leit svo á, að með fjárveitingu í fjl. yfirstandandi árs mætti koma þessu verki áleiðis, og leggur því til, að liðurinn falli niður.

33. till. a., fyrir 120000 kr. kemur 135000. Þessi hækkun stafar af því, að samkv. nýju héraðsskólalögunum er gert ráð fyrir því, að rekstrarstyrkur til skólanna hækki lítilsháttar. Lætur nærri samkv. þeim nemendafjölda, sem nú er, að hækkunin nemi um 15000 kr. — 33. till. b., stofnkostnaður héraðsskólanna. Hér er um hið mesta vandamál að ræða. Ýmsir skólanna hafa byggt nýlega, og á ríkissjóður ógreiddan lögboðinn styrk. Þannig er t.d. með Reykholtsskóla. Hinsvegar eru skólar, sem hafa algerlega ófullnægjandi húsnæði; sem dæmi má nefna héraðsskólann í Reykjanesi í Norður-Ísafjarðarsýslu. Það þarf nauðsynlega að rifa þar tvo svefnskála, sem fyrir eru, og byggja eitt hús. Kostnaður er áætlaður 20000 kr., og fullnægir fjárveitingin þannig ekki þörf þessara tveggja skóla. N. vill þó vænta þess, að Reykjanesskóli verði styrktur til að umbæta sín húsakynni og að fundin gerði lausn til nauðsynlegrar fyrirgreiðslu á byggingarskuld Reykholtsskóla. Með tilliti til hinna nýju héraðsskóla og með aðstoð ákvæða í þeim l. tel ég persónulega, að hæstv. ríkisstjórn sé það kleift. — Þá er till. um að veita 4000 kr. til Snorragarðs í Reykholti.

34. till., að hækka styrk til húsmæðraskóla Árnýjar Filippusdóttur í Hveragerði úr 1500 kr. í 2500 kr. Hún heldur þarna uppi húsmæðrafræðslu af eigin rammleik, og þar sem ekki er um annan slíkan skóla að ræða á Suðurlandsundirlendinu, telur n. ekki sanngjarnt, að þessi litil styrkur verði skertur.

Þá er til húsmæðraskólans á Laugalandi, stofnkostnaður, 3000 kr. Skólanefnd telur, að ríkissjóður eigi enn eftir að greiða sitt lögboðna framlag til skólans, er nemi a.m.k. tvöfaldri þessari upphæð, en sættir sig við, að framlagið verði greitt í tvennu eða. þrennu lagi.

35. till., laun til Ólafs og Jóns Pálssona. Hér er aðeins um smávægilega breytingu að ræða. Sú breyting hefir orðið á, að n. tók út allar fjárveitingar til íþróttamála og steypti saman í einn lið, sem hér er 36. till., til íþróttasjóðs, 30000 kr., og er það gert samkvæmt íþróttalögunum. 37.–38. till. eru afleiðingar af þessu, og falla fjárveitingar til Í. S. Í. og íþróttakennslu niður.

Þá er 39. brtt., nýr liður, um 1200 kr. styrk til héraðsbókasafns Suðurlands, gegn tvöföldu framlagi annarstaðar frá. Þessi fjárveiting hafði verið felld niður úr frv. að þessu sinni, en n. leit svo á, að safnið yrði að styrkja, þar sem hér væri um svo merkilega menningarstarfsemi að ræða, og héraðsbókasafn ekki til á Suðurlandsláglendinu.

Þá er 40. brtt., um breyt. á 25. lið, þannig að veitt sé til fornritaútgáfunnar 4 þús. kr., og í öðru lagi til útgáfu Heimskringlu 4 þús. kr. Seinni liðurinn var tekinn upp á síðasta þingi, og samkv. þeim upplýsingum, sem fyrir lágu, mun þeirrar fjárveitingar þurfa við í 6 ár, eða alls 24 þús. kr. Þar sem einu sinni hefir verið gengið inn á þessa braut. geri ég ekki ráð fyrir. að talið verði rétt að leggja þessa fjárveitingu niður, með því að þarna er um merka útgáfu að ræða.

Með 41–42. brtt. er lagt til að fella niður smástyrk til Blaðamannafélagsins, en veita styrk félagi vökumanna.

Nýr liður eru 1000 kr., sem n. vill veita til viðgerðar á Grenjaðarstaðabæ í Suður-Þingeyjarsýslu. Fornminjavörður mun hafa í hyggju að varðveita gamla bæi víða á landinu. Þessi bær er einn af þeim reisulegustu, sem til eru í landinu af þessari gerð. Ungmennafélagið í sveitinni ætlar sér að leggja fram sjálfboðavinnu, ef þessi fjárveiting verður samþ.

Þar með er lokið brtt. við 15. gr.

við 16. gr. er fyrst 44. brtt., um að bæta við aths., á þann hátt, sem áður hefir verið gert, við liðinn um 500 þús. kr. framlagið til framleiðslubóta og atvinnuaukningar: „Þar af 100 þús. kr. til Suðurlandsbrautar, til atvinnuaukningar fyrir Hafnfirðinga og Reykvíkinga: Með þessu einu móti gátu ýmsir þeir hv. þm., sem bera fyrir brjósti atvinnuaukning á þessum stöðum, fallizt á, að fellt yrði niður að þessu sinni framlag til malbikunar vega, en sú ráðstöfun er nauðsynleg af gjaldeyrisástæðum. 1. leggur því eindregið til, að aths. þessi verði tekin upp.

Þá er 45. brtt., um að hækka framlag til nýbýla og samvinnubyggða úr 50 þús. í155 þús. kr. Með þeirri fjárveiting, í viðbót við jafnháa upphæð, sem er á fjárl. þessa árs, ætti að vera hægt að uppfylla að mestu leyti gefin loforð um framlag til býla, sem þegar hafa verið reist, en til nýrra byla er ekki gert ráð fyrir an veita fé, eins og nú horfir. Það skiptir þá menn mjög miklu, sem reist hafa nýbýli í trausti á hinn lofaða styrk, að þessi upphæð á árinu 1941 verði ekki af þeim tekin.

Í 46. brtt. er gert ráð fyrir að færa styrk til sandgræðslu úr 40 þús. niður í 31 þús., eins og hann er nú á fjárl. N. treystir sér ekki til að ganga lengra en það að leggja til, að framlög þessarar tegundar fái að standa óbreytt frá því, sem er í fjárl.

Í 47. brtt. er lagt til að hækka jarðabótastyrk, sem í fjárl. er 580 þús. kr., úr 200 þús. í 350 þús., og má lækkunin teljast geysimikil samt. vitanlega er ekki hægt að fullyrða, að þessi upphæð nægi til að uppfylla ákvæði jarðræktarlaganna. Menn verða efalaust að draga úr jarðabótum, vegna skorts á erlendum áburði, efni til bygginga og fleira. Æskilegt hefði verið, að styrkurinn hefði staðið óskertur og því, sem fyrr hefir gengið til nýræktar og endurbóta á gömlum túnum og bygginga, yrði nú varið til að þurrka mýrar í stórum stíl. Þá er í 48. brtt. lagt til að hækka tillag til byggingar- og landnámssjóðs og endurbyggingastyrkja í 125 þús., og tillag til verkamannabústaða í 120 þús. Um þessa styrki er svipað að segja og um framlög til nýbýla, að þeir verða eingöngu notaðir til að viðhalda því, sem þegar er að mestu unnið, án þess að nokkuð verulegt sé gert að nýbyggingum.

Til fyrirhleðslu á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts leggur nefndin til að veita 50 þús. kr., en 2500 kr. til fyrirhleðslu við Kaldaklifsá undan Eyjafjöllum. Það er augljóst, að ekki er hægt að hætta fyrirhleðslu við jökulvatn í miðju kafi, án þess að stórhætta sé á, að það eyðileggist, sem þegar er gert. Fyrirhleðslan við Kaldaklifsá er minna mannvirki, en einkum gerð til varnar þjóðveginum frá skemmdum.

Á liðnum um lax- og silungsveiði vill n. gera 700 kr. hækkun til þess að greiða fyrir því, að gerðir séu laxavegir. Það er 51. brtt., en 52. brtt. er um að lækka styrk til loðdýraræktar úr 20 þús. í 15 þús. og veita 6 þús. kr. til ræktunarvega í vestmannaeyjum og Flatey. Af styrknum til loðdýraræktar er ætlazt til, að 10 þús. fari til ráðunauts og ferðakostnaðar hans. En hitt hefir gengið til loðdýraræktardeildar Búnaðarbankans til rekstrarlána. Nú mun þurfa lagabreyting til þess að breyta megi hér um hið árlega framlag til lánastarfseminnar, en lægri upphæð virðist nægja, þar sem útlánum er hætt í bili. Styrkur til ræktunarvega hefir verið á fjárl., og virðist ekki sanngjarnt né rétt að kippa honum burt á stöðum, þar sem um enga aðra vegi er að ræða en ræktunarvegina. verkið skal unnið undir eftirliti vegamálastjóra.

Í 53. brtt. er lagt til, að 47. liður 16. gr. orðist svo: „Til Kvenfélagasambands Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, enda haldi það uppi námskeiðum fyrir húsmæður og húsmæðraefni, 1000 kr.“ Það er 600 kr. hækkun. — Næsta brtt. er um 1000 kr. hækkun á styrk til Sambands sunnlenzkra kvenna til námskeiða, þetta er sama upphæð og verið hefir, og 1000 kr. til skóla fyrir húsmæðraefni í Hveragerði. Á Suðurlandi hefir enginn húsmæðraskóli verið nema þessi litil skóli Árnýjar Filippusdóttur, og þar sem ekki er hægt að reisa þar húsmæðraskóla að svo stöddu, væri mikilsvert að styrkja þessa viðleitni til skólahalds.

55. brtt. er nýr liður, 30 þús. kr. til frystihúsa, og eru það eingöngu áður byggð frystihús, eitt hjá Sláturfélagi Suðurlands, tvö á Norðurlandi.

Í 56. brtt. er gert ráð fyrir, að kostnaður vegna mæðiveikivarnanna lækki um 110 þús. kr., niður í 140 þús., en hinsvegar hlýtur kostnaður af að styrkja bændur, sem misst hafa fé, að vaxa stórum. og er gert þar ráð fyrir 380 þús. kr., og til rannsókna og varna gegn útbreiðslu garnaveikinnar, nær liður, 130 þús., og er það þó 30 þús. lægra en á gildandi fjárl. Það er talið, að vörzlukostnað vegna mæðiveikinnar megi minnka nokkuð, og mun ekki lagt í nýjar girðingar hennar vegna. Kostnaður vegna garnaveiki fer nokkuð eftir því, hvort þau áhöld fást, sem pöntuð hafa verið til rannsókna, og því, hvaða lyf verða notuð. Vel má vera, að þessi 130 þús. reynist of lítið.

Þá er lokið brtt. við 16. gr. við 17. gr. er engin brtt., en brtt. við 18. gr. sé ég ekki ástæðu til að tala um, þær skýra sig í raun og veru sjálfar.

Þá kemur að 19. gr. Dýrtíðaruppbót opinberra starfsmanna hefir verið áætluð 500 þús í frv. En með því að það mun vera nokkuð óljóst. eftir hvaða reglum hún verður greidd, hefir n. lagt til að lækka upphæðina í 350 þús. Nú liggur fyrir þinginu frv. um þetta efni og óvíst, hvernig því reiðir af, en eftir því, sem ráðgert er, ætti þessi upphæð að sjá langt til dýrtíðaruppbótar fyrir starfsmenn ríkisins. Auðvitað veltur talsvert á því, hvort uppbótin er látin ná til allra eða takmörkuð við ákveðna launaupphæð.

65. brtt., við 20. gr., er um 30 þús. kr. til að gera nýja vita. N. lítur svo á, að það sé mjög illt að leggja alveg niður fjárveitingar í þessu skyni. Það er á valdi atvmrh., hvernig þessari fjárhæð verður varið, að fengnum tillögum vitamálastjóra.

Þá er að lokum við 22. gr., XIII, breyting á lækkunarheimild ólögboðinna gjalda, að fyrir 20% komi 35%, — með það fyrir augum, sem um hefir verið rætt, að komast megi hjá að nota svo stórfellda lækkunarheimild, ef tekjur ríkissjóðs kynnu að reynast eitthvað nálægt því, sem áætlað er, eða betur, en hafa þar vaðið fyrir neðan sig, ef illa fer. Meðfram vegna hækkana þeirra á gjöldum, sem n. leggur nú til, þótti henni nauðsyn að rýmka lækkunarheimildina. Það má vera, að ekki þætti hyggilegt að gefa flokksstjórn slíka heimild. En þar sem stjórnin er skipuð fulltrúum þriggja stærstu þingflokkanna, sýnist hættan minni að fela stjórninni að afráða þetta eftir þörfum og ástandi ársins 1941. vitanlega er því treyst, að stjórnin gangi þá ekki lengra í lækkunum en nauðsyn krefur. Hin ólögboðnu gjöld, sem lækkunin getur náð til, nema um 5 millj. kr. og er að finna í ýmsum gr. frv., en þó sérstaklega í 13. og 16. gr. Þarna varð að ráðast á garðinn, þó að það komi að vísu hart niður á almenningi og öllu verkafólki að minnka verklegar framkvæmdir og framlög til almennra heilla. En n. telur, að þetta sé eina tryggingin, sem unnt er að gefa, eða hún getur lagt til, að stjórninni sé veitt, ef tekjustofnar bregðast, svo að nauðsyn sé að draga mjög úr gjöldum.

Útgjöld ríkisins á rekstrarreikningi verða, ef brtt. n. verða samþ., eins og hér segir í nái. á þskj. 93, talin í heilum þúsundum, 17555 þús. kr., en tekjur 18328 þús. kr. Tekjuafgangur á rekstrarreikningi frv. er, eins og n. gengur frá því c-ið þessa umr., 772920 kr., eða 52600 kr. lægri en í frv. stjórnarinnar, og greiðsluhallinn nær 252553 kr., eða um 82 þús. kr. meiri en í frv. stjórnarinnar.

Enn á n. eftir að athuga ýms erindi, sem henni hafa borizt, og margvísleg mál, er snert geta útgjöld og afkomu ríkissjóðs. Ekkert verður sagt um, hverjar brtt. hún kann að bera fram við 3. umr. En vitanlega mun hún gera það, sem í hennar valdi stendur, til þess að útkoman þá verði ekki til muna lakari en hún er nú.