17.04.1940
Neðri deild: 42. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 232 í B-deild Alþingistíðinda. (363)

86. mál, ríkisreikningurinn 1938

*Jón Pálmason:

Ég gerði ekki ráð fyrir. að 3. umr. færi nú þegar fram. En í tilefni af ræðu hv. 2. þm. Skagf. hafði ég hugsað mér að hafa við höndina fyrir 3. umr. gögn, sem nauðsynlleg eru til að svara aths. hans, en ég hygg, að það. sem okkur ber þar á milli, liggi í því, að hér séu teknir fleiri starfsmenn inn í en hann hefir tekið með í sínum reikningum, og þar á meðal munu vera bæði launagreiðslur vegna umsjónar veiðimála og sandgræðslu. Hitt kann að vera, að dagpeningarnir, sem starfsmenn Búnaðarfélags Íslands hafa fengið, séu taldir með. En sem sagt, ég hefi ekki þessar skýrslur við höndina, en ef umr. verður frestað, þá er hægt að athuga þetta fyrir framhald umr. Ég skal svo láta forseta um það, hvort hann frestar umr. eða ekki.