22.04.1940
Neðri deild: 48. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 246 í B-deild Alþingistíðinda. (398)

99. mál, lækkun lögbundinna gjalda

*Einar Olgeirsson:

Ég vil lýsa því yfir viðvíkjandi þessu frv., að ég er því algerlega andvígur. Í þessu frv. er stj. gefin heimild til, auk þess sem hún hefir heimild til að lækka á fjárl. ólögbundin gjöld um 35%, að lækka nú einnig lögbundin gjöld um 35%. Ég fæ ekki séð betur en að það, sem Alþ. bæri fyrst og fremst að gera í sambandi við það útlit, sem hæstv. fjmrh. lýsti, væri að gera róttækar ráðstafanir til að tryggja afkomu almennings í landinu. Það virðist, að Alþ. hafi einhliða hugsað um það þessa síðustu daga, að hugsa um afkomu ríkissjóðs og þeirra manna, sem eiga að fá sín laun greidd úr honum. Hitt er ómögulegt, að fá Alþ. til að grípa til neinna ráðstafana til að afstýra þeim vandræðum, sem nú steðja að almenningi þessa lands, og á sýnilega að sendu þingið heim án þess að neitt sé gert í þá átt.