29.03.1940
Neðri deild: 25. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 287 í B-deild Alþingistíðinda. (583)

32. mál, stríðsslysatrygging sjómanna

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti! Í þessu frv. eru atvinnurekendur skyldaðir til þess að kaupa sérstaka stríðstryggingu fyrir sjómenn, sem ferðast á hættusvæðum. Þessar skyldur hafa ekki verið í l. áður, heldur hefir þetta farið einungis eftir samkomulagi milli sjómanna og atvinnurekenda.

Þá eru ákveðnir í þessu frv. dagpeningar fyrir menn, sem verða fyrir slysum.

Í þriðja lagi eru sett hér sundurliðuð ákvæði um dánarbætur til erfingja sjómanna, og þær bætur eru hér hafðar þær sömu fyrir þá, sem sigla á fiskiskipum, og hina, sem ferðast á flutningaskipum.

Þetta frv. er flutt af sjútvn. Ed. og var afgr. í þeirri d. mótmælalaust, og hygg ég, að svo muni og fara í þessari d., og þurfi frv. ekki frekari skýringa við.