18.03.1940
Neðri deild: 20. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 294 í B-deild Alþingistíðinda. (638)

58. mál, náttúrurannsóknir

Pálmi Hannesson:

við hv. 6. landsk. ætlum okkur að bera fram örlitla brtt. við 17. gr. frv. Í síðasta málsl. gr. stendur: „Óheimilt er öðrum en rannsóknastofnunum, sem styrks njóta úr ríkissjóði, að taka að sér slíkar rannsóknir, nema atvinnudeild geti eigi annazt þær, enda komi þá þóknun fyrir, samkv. gjaldskrá atvinnudeildar.“ við frekari athugun virðist okkur þetta nokkuð strangt, og höfum því borið fram svo hljóðandi skrifi. brtt.: „Óheimilt er öðrum en rannsóknastofnunum, sem styrks njóta úr ríkissjóði, að taka að sér slíkar rannsóknir, nema gegn þóknun samkv. gjaldskrá atvinnudeildar“ Ég leyfi mér svo að afhenda forseta þessa brtt.