05.04.1940
Efri deild: 30. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í B-deild Alþingistíðinda. (931)

90. mál, friðun arnar og vals

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Eins og hv. síðasti ræðumaður gat um, hefir þetta frv. tekið þeim breyt. í Nd., að samkv. því er nú valurinn friðaður ásamt erninum. Valurinn mun hafa verið ófriðaður síðan 1930. Allshn. hefir athugað þetta og komizt að þeirri niðurstöðu, að rétt sé að fallast á þessa breyt. Um það hefi ég svo ekki meira að segja. En viðvíkjandi framkominni brtt. frá hv. 1. þm. N.-M. get ég ekki sagt neitt f. h. n., því að till. hefir ekki legið fyrir henni, en ég segi fyrir mig, að ég tel hana ekki svo þýðingarmikla, að rétt sé fyrir hana að fara að hrekja málið enn á ný milli d. Í frv. er sektin við að brjóta l. 500–1000 kr., og ég hygg, að það sé sett með það fyrir augum, að nokkuð strangt aðhald sé á mönnum um að brjóta ekki l. En mér skilst, að það muni ekki verða tekið eins strangt á því hjá þeim mönnum, sem þurfa að drepa örn til þess að friða varpland sitt, og tel ég það því enga afsökun. Það er líka fljótlegt að síma til Reykjavíkur, ef þarf að fá úrskurð ráðh. um slíkt mál. (BSt: Ráðh. er nú ekki alltaf við). Ég mun því greiða atkv. á móti þessari brtt.