02.05.1941
Efri deild: 49. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 687 í B-deild Alþingistíðinda. (1446)

92. mál, sveitarstjórnarlög

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Ég vildi aðeins leiðrétta misskilning hjá hv. síðasta ræðumanni. Ég hef kannske ekki talað nógu ljóst. Ég sagði, að þeir lögfræðingar, sem ég hefði talað við, hefðu sagt, að eftir því, sem gr. væri orðuð, bæri oddvitanum launin og þessi 2%, hvort sem hann innheimti eða ekki. Í 9. gr. sveitarstjórnarl. stendur: „Hreppsnefndin getur þó falið hverjum nefndarmanni, sem hún vill, á hendur einhver ákveðin störf (sbr. 8. gr.), t. d. að sjá um gjaldheimtu, fjallskil, annast bréfagerð um einstök mál eða einhverjar greinir mála og annað, er að þeim lýtur, o. s. frv. Að öðru leyti annast oddviti um slíkt“.

Ég skal viðurkenna, að það er greinilegra að orða brtt. eins og hv. þm. var að tala um, það er greinilegra, að það komi á eftir: „ella sá, sem innheimtir útsvörin“. — Ég mun koma með skrifl. brtt. um þetta.