02.05.1941
Neðri deild: 49. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 703 í B-deild Alþingistíðinda. (1519)

112. mál, vátryggingarfélag fyrir fiskiskip

Ísleifur Högnason:

Það var einmitt það, sem ég óskaði eftir, að málið yrði látið fara til n., svo ég hefði tækifæri til þess að athuga það nánar.

Annars sannfærðist ég enn betur um það, að frv. er með öllu óþarft, og ég álít, að rétt sé að greiða atkv. gegn því.

Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum hafa orðið að greiða hærri iðgjöld fyrir báta sína en aðrir. (SK: Þetta er rangt). Þetta er rétt, og ég geri ráð fyrir því, að þetta muni vera ástæðan fyrir því, að bátafélög í Vestmannaeyjum hafa ekki þurft að njóta aðstoðar ríkissjóðs.

Það, að ríkisstjórnin hafi lagt fram stórfé til öruggrar hafnar í Vestmannaeyjum, er að vísu rétt, þó að það hafi ekki verið að sama skapi og víða annars staðar.

Ég óska því, að málið verði látið fara til n., annars mun ég, eins og ég hef áður sagt, greiða atkv. gegn því í því formi, sem það er nú.