05.05.1941
Sameinað þing: 12. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 95 í B-deild Alþingistíðinda. (165)

1. mál, fjárlög

Frsm. (Bjarni Bjarnason) :

Sú venja að hafa „eldhúsumræður“ hefur af eðlilegum ástæðum lagzt niður að mestu. Nær allt þingið vinnur í sameiningu að lausn þjóðmálanna og ber því sameiginlega ábyrgð á því, sem gert er, jafnt á lausn fjármála sem öðrum athöfnum og ákvörðunum.

Meðan svo er, sæma ekki flokkadeilur um þau þjóðmál, sem fá afgreiðslu með samkomulagi. Hitt er annað mál, hvort þjóðstjórn, sem studd er af 45 eða 46 þm. af 49, ætti ekki oftar en um áramót eða í þingbyrjun að kynna þjóðinni ýmislegt varðandi fjárhagsafkomuna og önnur vandasöm, mikilsvarðandi mál.

Þessi aðstaða útilokar vitanlega ekki skiptar skoðanir og deilur innan þings og utan í ýmsum atriðum, bæði flokkslegar og manna á milli.

Við frh. 1. umr: fjárl. var t. d. gerð nokkur árás á fjvn. fyrir vinnu hennar, og nál. lagt til grundvallar ádeilunni. Hv. 1. þm. Reykv. hélt alllanga ræðu, þar sem hann deildi á fjvn., einkum fyrir það, að n. hefði leyft sér að ræða við hæstv. ríkisstj. um það, hvernig skyldi varið þeim tekjum, sem væntanlega — og vitanlega — verða umfram fjárlagaáætlun yfirstandandi árs. N. gerir grein fyrir þessu starfi sínu í nái., og þetta. hneykslaði hv. þm. og máske fleiri, þótt þeir létu það ekki í ljós.

Hv. þm. hafði þau ummæli, að sér þætti skörin vera farin að færast upp í bekkinn, þegar fjvn. leyfði sér að fást við tekjur yfirstandandi árs í sambandi við gildandi fjárl. þrátt fyrir rækileg svör hv. form. fjvn., grg. tveggja nm., sem undirrituðu með fyrirvara, og nokkur orð í sama anda frá mér sem frsm. n.

Mun ég þó bæta hér nokkru við, að gefnu tilefni. Hv. 1. þm. Reykv. vitti fjvn. beinlínis fyrir það að leyfa sér að ræða við ríkisstj. um, hvernig verja skuli umframtekjum þessa árs, gengið út frá, að þær verði verulegar. Hvort sem væri, að hv. þm. teldi eðlilegra, að einstakir þm. gerðu till. í einhverju formi um þetta eða ríkisstj. væri alveg sjálfráð um það, hvernig hún verði því fé, sem þannig yrði handbært, þá lítur fjvn. svo á, að engri n. þingsins, enn síður einstökum þm., beri frekar að ganga fram í því að gera till. um slík fjármál en einmitt þeirri n., sem hefur mest áhrif á það, í sambandi við fjárl., hvernig tekjum ríkissjóðs er varið.

Enn fremur mun fjvn. ekki telja rétt að skilja þannig við þetta þing, að slíkt vald, sé lagt algerlega í hendur hæstv. ríkisstj., hvernig skuli með það fé fara, sem líkindi eru til, að ríkissjóði áskotnist umfram tekjuáætlun fjárl. ársins 1941.

Hér með hef ég gert grein fyrir skoðun fjvn. á þessari hlið málsins, og mun n. ekki falla frá því sjónarmiði, að hún hafi ekki einungis haft rétt til að gera umræddar till., heldur hafi það verið eðlilegt, að hún gerði þær, og meira að segja henni skylt.

Hæstv. ráðh. hafa ekki kvartað yfir þessum vinnubrögðum, enda fór n. kurteislega að, svo sem skylt var, og baðst umsagnar ríkisstj. um málið.

Sú fjárhæð, sem n. gerði till. um, nemur rúml. hálfri annarri millj. kr. og snertir að mestu verklegar framkvæmdir, miðað við að sömu afköst fengjust í ár, með tilliti til verðlags og kaupgjalds, eins og gert var ráð fyrir, þegar fjárl. voru afgr. fyrir árið 1941.

Till. snerta, eins og fyrr er nefnt, verklegar framkvæmdir nær eingöngu: vega- og brúagerðir, hafnargerðir og lendingarbætur, vitabyggingar, húsabætur, sand- og skóggræðslu, landþurrkun, áveitur, fyrirhleðslur o. fl. Verk sem þau, er nú voru nefnd, miða að því að bæta aðstöðuna við framleiðsluna til lands og sjávar, græða upp landið, bæta lélegustu húsakynnin o. þ. h.

Þetta mundi að sjálfsögðu hvorki verða að fullu ákveðið af ríkisstj.fjvn., ekki heldur af þessum aðilum sameiginlega, heldur mundi s:álft Alþingi taka lokaákvarðanir hér að lútandi.

Ég skal játa, að ég veit, að athuga ber, hvort ekki skuli leggja fé til hliðar til að létta neytendum þá dýrtíð, sem fyrirsjáanlega er framundan. Landbúnaðarvörur hljóta að hækka til mikilla muna nú á næstunni, og kemur þá einnig til greina, við hliðina á fyrrnefndum till., sjóðsmyndun til stöðvunar takmarkalausri verðbólgu.

Þetta er þá í stuttu máli viðfangsefni, sem eru framundan og Alþingi verður að gera ákvörðun um.

Kem ég þá að fjárlfrv. og brtt. fjvn.

Þrátt fyrir það, þótt fjárlfrv. það, sem ríkisstj. lagði fyrir Alþ. í febr. síðastl., væri hærra en nokkru sinni fyrr og fjvn. hafi ekki gert lækkunartill., sem neinu nemur, taldi n. með öllu ókleift að komast hjá að gera till. um margar breyt. til hækkunar, eða alls um 1,610 millj. kr., sem er nokkru meira en nam áætluðum tekjuafgangi á frv. stj. Búast má og við, að ekki verði komizt hjá nokkrum hækkunum enn. Tekjuliðirnir eru enn til athugunar, og sennilegt þykir mér, að óhætt muni að hækka nokkra þeirra eitthvað.

Fjvn. og vitanlega öllum hv. þm. er ljóst, að fjárl.upphæðir fyrir næsta ár, 1942, er erfiðara en nokkru sinni fyrr að áætla þannig, að nokkur vissa sé fyrir því, að þær standist. N. gat þó ekki leitt hjá sér að ganga út frá, að árið 1942 yrði sæmilegt tekjuár. Reynist þetta á annan veg, er sjálfsagt að ganga þannig frá, sem gert var í gildandi fjárl., sem sé að gefa ríkisstj. heimild til að draga úr greiðslum þeirra liða fjárl., sem ekki eru bundnir af öðrum l. Hvaða gildi þær fjárhæðir hafa, sem nú verða samþ., veit enginn. En n. telur ekki ástæðu til né hyggilegt að hækka alla liði fjárlfrv. í samræmi við dýrtíðina eins og hún er nú. Margt getur breytzt, áður en .farið verður að framkvæma þessi væntanlegu fjárl.

Hliðstætt þeirri varfærni að gefa ríkisstj. heimild til að draga úr greiðslum fjárl., ef tekjur bregðast, er það, að næsta Alþingi samþykki í einhverju formi auka- eða viðbótarfjárveitingar við ákveðna liði fjárl. 1942, ef það sýnir sig, að það ár verði gott tekjuár, en gildi peninga lítið.

Munu flestir telja hyggilegt að haga þessu eins og nú hefur verið lýst. Enda kemur það fram í nál., að meiri hl. fjvn. leggur til, að á þessu ári verði ákveðið að hækka ýmsar greiðslur fjárl. til verklegra framkvæmda sem nemur hækkun þeirri á vinnu og efni, síðan fjárl. voru afgr. fyrir árið 1941, þ. e. a. s. ef tekjur yfirstandandi árs leyfa. Hins vegar leggur meiri hl. fjvn. ekki áherzlu á, að unnið verði fyrir þetta fé á komandi sumri nema hagkvæmt þyki, en það verði þá lagt til hliðar í þessu tiltekna og ákveðna augnamiði, sem nú á þessu þingi yrði ákveðið.

Till. um þetta efni frá fjvn. eru hjá ríkisstj. til athugunar, svo sem skýrt er frá í nál. Minni hl. fjvn., eða 3 þm., vilja fara nokkuð aðra leið, ef tekjuafgangur verður þetta ár. Hafa sumir þeirra þegar gert grein fyrir sinni skoðun á umræddu efni. Munurinn er í raun og veru aðeins sá, að meiri hl. n. vill ákveða, hvernig fénu skuli varið, en minni hl. vill leggja það í sjóð, án ákvæða um meðferð þess.

Mun ég nú láta þennan inngang nægja, en koma að sjálfum till.

Um fyrstu 7 till. er ekki þörf að fjölyrða. Þær liggja ljósar og einfaldar fyrir, og visa ég því til nál. um þær. Um 1. till. vil ég þó upplýsa það, að nokkur breyting er orðin á framkvæmd einkasímal. Reynslan hefur sýnt, að viðhald einkalína er vanrækt. Línurnar grotna niður, og þeir, sem eiga að kosta viðhaldið, geta það ekki. Símamálastjóri framkvæmir þetta því þannig nú orðið, að hann lætur landssímann leggja línurnar gegn vissu stofngjaldi og flutningi á staðinn, sem miðast við vegalengdir o. þ. h. Og árgjald hækkaði úr 10 kr. í 40 kr. Símamálastjóri telur þetta miklu hagkvæmara fyrirkomulag, enda mjög eftirsótt. Nafninu hefur verið breytt þannig, að í stað „einkasíma“ kemur „notendasími“. N. leggur til, að sú upphæð, sem varið verður í þessu skyni, nemi 70 þús. kr.

Þessar till. snerta 3 greinar, 10., 11. og 12. gr. frv., og með því að orðun till. felur algerlega í sér það, sem þarf um þær að segja, mun ég ekki ræða um þær, en kem að 8. brtt., við 13. gr. fjárl. Við þessa gr. eru rúml. 50 brtt. Alls nema hækkunartill. n. við þessa gr. um 180–190 þús. kr. til veganna, þar af til um 20 nýrra vega nálega 116 þús. kr. Hv. þm. verða að gera sér ljóst, að slíkt kapp, sem að jafnaði er lagt á. það að koma vegum í þjóðvegatölu, hefur kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð. Ég ætlast til þess, að hv. þm. gangi að því með opnum augum, að þjóðvegakerfið þarfnast orðið mikils fjár, bæði til nýbygginga og viðhalds, og enn fer samgönguþörfin vaxandi, eftir því sem virðist án takmarka.

Suðurlandsbrautin var felld niður, þegar fjárlfrv. var samið, en n. hefur tekið hana upp í till. sínar með sömu upphæð og fyrr. Hins vegar er ekki hægt að komast hjá að ljúka við ákveðna vegalengd á komandi sumri, sem kostar miklu meira fé en ætlað er til brautarinnar á fjárl. Hygg ég, að menn fáist til verksins. En með því að þetta liggur ekki beinlínis fyrir til umr. öðrum vegagerðum fremur í sambandi við fjárlfrv., læt ég útrætt um það mál að þessu sinni.

Hækkunin til ferjuhalds samkv. 9. till. er ætluð ferju á Skorradalsvatni, en hækkun styrksins samkv. 10. till. Tryggva Einarssyni í Miðdal.

Það er augljóst, að ekki er ástæða til að fara að ræða um hvern einstakan veg. Hv. þm. þekkja hver um sig það, sem þeir hafa áhuga fyrir í því efni, er þeir lesa brtt., og vita, að hér eru ekki till. um aðra vegi en þá, sem nauðsyn er á á hverjum stað.

11. brtt. er við 13. gr. frv. og er um hafnargerðir. Þær hafnargerðir, sem hér eru nefndar, eru að verulegu leyti samkv. sérstökum hafnarl., og engin af þeim hafnar- eða lendingarbótum, sem getur um hér í 11., 12. og 13. brtt., eru nýjar. Það munu allt vera framkvæmdir, sem hefur margsinnis verið rætt um hér á hæstv. Alþ., og eru það því kunn verkefni, og sé ég enga ástæðu til að lengja mál mitt með því að lýsa því í sambandi við hvert einstakt verk, hvað það er, sem þar á að gera. Um 13. brtt., sem er um bryggjugerðir og lendingarbætur gegn jafnmiklu framlagi annars staðar að, skal ég geta þess, að í fyrstu 6 till. undir 13. brtt. er kannske frekar um samgöngubætur að ræða heldur en hafnarbætur eða lendingarbætur af öðrum ástæðum.

Aðrar brtt. viðvíkjandi þessum flokki brtt., þar sem jafnmikið kemur úr ríkissjóði og annars staðar að, held ég, að þurfi ekki frekar að skýra. Ég vildi þó aðeins minnast hér á c- og d-lið 13. brtt. C-liður er um framlag til hafnargerðar við sunnanverðan Faxaflóa, 250 þús. kr. D-liður er um hafnargerð við Lónsfjörð, 10 þús. kr. Það er að vísu nokkuð rausnarlegt að gera till. um 250 þús. kr. fjárveitingu til hafnargerðar á óákveðnum stað að öðru leyti en því, að hafnargerðin á að vera við sunnanverðan Faxaflóa, og þar af leiðandi liggur ekki fyrir áætlun um það, hvernig framkvæmd verksins verður, og ekki kostnaðaráætlun, af því að staðurinn er ekki ákveðinn. Þess má geta, að þeir staðir hér við sunnanverðan Faxaflóa, sem koma til greina í þessu sambandi, hafa allir verið rannsakaðir, þannig að þegar staðurinn verður ákvarðaður, þá hefur vitamálastjóri sjálfsagt á reiðum höndum niðurstöður um athuganir að því, er snertir skilyrði til hafnargerðarinnar, og um kostnað. Fjvn. hefur skilizt, að þetta verk sé nauðsynlegt, þar sem hvergi er hér við Faxaflóa sunnanverðan góð höfn nema hér í Reykjavík. Og fiskiflotinn verður fyrir tjóni árlega vegna lélegra hafna við þau auðugu fiskimið, sem hér eru úti fyrir þessu umrædda svæði. Út frá því sjónarmiði má telja hyggilegt að fara að leggja fé til hliðar í þessu skyni.

Þá er d-liðurinn, framlagið til hafnargerðar við Lónsfjörð. Eins og hv. þm. sjá, er þessi fjárveiting bundin því skilyrði, að vitamálastjóri álíti, að þetta verk hafi þýðingu, þ. e. að rannsókn leiði í ljós að hans áliti, að verkið komi að tilætluðum notum. En rannsókn hefur enn ekki farið fram á þessu, og er það öðruvísi en venja er til, því að venjulega er fyrst látin fara fram rannsókn og síðan veitt til framkvæmdarinnar nokkurt fé: En ef það sýnir sig, að staðurinn er góður til þessa, þá er þarna fjárveiting til þessa verks, að gera þarna lendingarbætur, og þessi staður er nálægt fiskimiðum. En hins vegar hefur verið bent á, að þar nálægt sé góð höfn, þar sem er Höfn í Hornafirði, og heyrzt hafa raddir um, að af þeim ástæðum sé þetta ekki nauðsynleg hafnargerð.

Síðasta brtt. við 13. gr. er um flugmál, að liðurinn hækki úr 30 þús. upp í 35 þús. kr. N. hefur gert till. um, að þessum 5 þús. kr., sem lagt er til að hækka þennan lið um, verði varið til þess að kosta efnilegan ungan mann til flugnáms. Slíkur maður mundi verða valinn eftir till. kunnugra manna.

Þá er b-liður 14. brtt. við 13. gr., sem er nýr liður, til flugskýlis á Melatanga í Hornafirði, þó ekki yfir 2/3 kostnaðar, en 1/3 kostnaðar komi annars staðar að. Þetta skýli er komið af stað, en ekki fullgert. En þar sem flugferðir aukast nú mjög með suðurströnd landsins, má telja sjálfsagt, að þarna komi flugskýli. — Þar með er lokið brtt. við 13. gr.

Við 14. gr. eru nokkrar brtt., en yfirleitt eru þær ekki stórvægilegar og eins um þær eins og margar aðrar brtt., að í raun og veru felur orðun brtt. algerlega í sér tilgang till. Og til þess að lengja ekki mál mitt sé ég ekki ástæðu til að hafa mörg orð um þær till. Þó vil ég skýra einstakar till. af þeim.

Þá er þess fyrst að geta, að ætlaðar eru 2000 kr. til dr. Eiríks Albertssonar til fyrirlestrahalds við guðfræðideild háskólans. Þetta er nýtt starf. Séra Eiríkur er heilsuveill maður og vill fara frá sínu prestakalli. Hann hefur sótt um að mega halda fyrirlestra í háskólanum, og guðfræðideildin mælir með því, að hann fái styrk til þess að halda fyrirlestra þar um guðfræðileg efni.

Þá er 17. brtt., c-liður, til verkfærasafns á Hvanneyrarskóla, 1004 kr. Það mun vera hugmyndin að koma upp safni með ýmsum gerðum af verkfærum, eldri og yngri. Virðist vel viðeigandi, að annar bændaskólinn haldi við slíku til sýnis síðar, til fróðleiks um framfarir á verklega sviðinu.

Um 24. brtt., sem er tillag til námsflokkastarfsemi undir eftirliti fræðslumálastjórnarinnar, er það að segja, að þessi starfsemi er að vísu ekki gömul, en tíðkast mjög erlendis, og hefur gefið ágæta raun það, sem af er. N. telur rétt að hlynna að þessari starfsemi, sem getur verið mikil hjálp við hlið þeirra skóla, sem við höfum, og hjálpað því fólki, sem ekki hefur ástæður til að njóta skólanna. Og þessi viðleitni er í þá átt, að sem allra fæstir, sem hug hafa á að nema, fari á mis við það. Námsflokkastarfsemin gerist aðeins heima hjá því fólki, sem áhuga hefur fyrir þessu, og hún hefur staðið hér á landi yfir 2 ár. Og eftir áliti margra kunnugra manna, hefur þessi starfsemi gert ótrúlega mikið gagn.

Þá er 26. brtt., um húsmæðraskólann á Laugalandi, að til skólans verði veitt til stofnkostnaðar það, sem vangoldið er af ríkissjóði, og svo í öðru lagi tillag til að greiða fyrir því, að skólinn geti lagt rafmagnslínu til skólans og byggt háspennustöð. Þetta er að vísu ekki nema nokkur hluti þess, sem farið var fram á. En n. taldi rétt að byrja með þessa upphæð. Það er hægt að bæta við síðar, þegar vitað er um kostnað, sem af þessu verki leiðir. Hins vegar er öllum ljóst, að erfiðleikar eru alls staðar í sambandi við litlar rafstöðvar, sérstaklega þær, sem ekki eru vatnsaflsstöðvar, því að þær vilja bila og verða dýrar í rekstri. Fjvn. telur þetta ráðlegt fyrir skólann, ef hægt er að koma því í framkvæmd.

Þá er næst 27. brtt., sem er nýr tölul., laun til Lárusar Rist. Hann er þjóðkunnur maður og hefur verið einkar óeigingjarn sínu starfi. Hann flutti fyrir fáum árum frá Akureyri austur í Árnessýslu og skapaði þar strax starf fyrir sig, ekki til þess að taka laun, heldur til þess að koma í framkvæmd þjóðnytjaverki, byggingu stórrar sundlaugar í Hveragerði. Með því að verk þetta er mjög vel á veg komið, er fyrirsjáanlegt, að það kemst á, en Lárus er hinsvegar orðinn aldraður maður og ekki víst, að hann geti verið við þessa laug til lengdar. N. leggur til, að hann fái 2000 kr., en væntir þess, að hann geti starfað þarna við ríkisskóla, sem þar er, og máske eitthvað meira.

Þar með er lokið brtt. við 14. gr.

Brtt. við 15. gr. mun ég algerlega hlaupa yfir. Þær þurfa ekki skýringa við. En aðeins vil ég geta þess, að brtt. um það að fella niður af 15. gr. þá Sigvalda Kaldalóns, Árna Pálsson og Guðmund Finnbogason er gerð vegna þess, að n. vill halda sig við ákvörðun síðasta Alþ. um það, að ekki verði einstakir menn teknir upp á fjárl. í þessari gr. Hins vegar ætlast n. til, að þeim verði greiddar svipaðar upphæðir af fé því, sem menntamálaráð úthlutar.

Kem ég þá að brtt. við 16. gr., sem eru 37., 38. og 39. brtt. — 37. og 38. brtt. þurfa ekki skýringa við. Um 39. brtt. er það að segja, að garðyrkjufélagið hafði síðasta ár 5 þús. kr. styrk, og hafði þá fyrir augum að ráða sér garðyrkjumann til leiðbeininga. Úr þessu mun þó ekki hafa orðið. N. leggur þó til, að félagið haldi 2 þús. kr. styrk til leiðbeiningastarfsemi í garðrækt og þá sérstaklega að því er snertir smærri bletti, sem mun hér vera að ræða um. En hins vegar er Ragnar Ásgeirsson, — hann vinnur hjá Búnaðarfélagi Íslands. N. leggur til, að honum verði veittar 4 þús. kr. til leiðbeiningastarfsemi. En nokkurn hluta launa sinna tekur hann svo sem ráðunautur Búnaðarfélags Íslands.

Um hækkunartill. til skóggræðslu og sandgræðslu þarf ekki að fjölyrða. Þessi starfsemi er orðin óskabarn þjóðarinnar og árangurinn svo greinilegur af friðun landsins, og enda sáningu líka, að ekki þarf að efast um, að Alþ. hefði hug á að styrkja þessa starfsemi miklu meira en gert hefur verið og meira heldur en brtt. liggja fyrir um. (Ég verð þó að stilla mig um að minnast á það, sem kom hér fram í dag).

Þá er 41. brtt. um fyrirhleðslu í Hjaltadalsá, Norðfjarðará og Kaldaklifsá. Þessu fé, sem n. leggur til, að veitt verði í þessu skyni, á að verja til þess. að hefta spjöll, ef till. verður samþ. Er nú að vakna áhugi manna fyrir því, að reyna að halda ám í þeim farvegum, þar sem þær gera minnstan usla.

Þá koma nokkrar till. um áveitur og landþurrkun í 4. lið 41. brtt. En í þeim lið er prentvilla. Þar stendur: Þó ekki yfir 1/4 kostnaðar, en á að standa: þó ekki yfir 1/3 kostnaðar. Þessi starfsemi, sem þarna er um að ræða, er framkvæmd samkvæmt skurðgröful., og þar er gert ráð fyrir, að ríkissjóður leggi fram 1/3 kostnaðar. Annars er um þessi lönd það að segja yfirleitt, að þetta eru sléttlendi með kúgæfu heyfalli, og má þurrka þetta allt, en mun vera fullerfitt án skurðgröfu. Þegar skurðakerfið er komið, heldur verkið áfram, sem sé flóðgarðahleðsla og áveitur. Því fé, sem varið er til landþurrkunar og áveitu, er vel varið, einkum þó þar, sem gulstarargróður er.

42. brtt., sem er leiðréttingar á fjárhæðum, þarf ekki skýringa við. Um aðrar brtt. við þessa gr. (16. gr.), svo sem. styrki til kvenfélaga og kvenfélagasambanda, þarf ekki að fjölyrða.

Þessar fjárveitingar eru allar gerðar í því augnamiði að styrkja húsmæðrafræðsluna í landinu á einn eða annan hátt.

Loks er síðasta brtt. við 16. gr. (47. brtt.) um styrk til verkstjóranámskeiðs. Það hefur verið um það rætt áður, að verkstjórarnir okkar væru ekki allir svo starfi sínu vaxnir sem æskilegt væri. Og öllum er ljóst, að það að hafa góða verkstjóra er mjög þýðingarmikið atriði. Og þó. að verklegar framkvæmdir í landinu hafi notið nokkuð góðrar leiðsögu margra manna, þá er það ósk þeirra, sem nú starfa sem verkstjórar, að þeir fái víðeigandi þekkingu í sambandi við starf sitt. Fjvn. telur, að því fé, sem varið er í þessu skyni, sé vel varið. Það stendur hér í brtt., að þetta námskeið eigi að vera undir eftirliti vegamálastjóra. N. gekk út frá því, að skólar, og sérstaklega iðnskólinn í Reykjavík, hefðu þessa starfsemi með höndum.

Brtt. við 17. gr. er aðeins ein, um styrk til félagsins „Sjálfsbjargar“, og n. leggur til, að þessu félagi verði veittar 2000 kr. Starfssvið þessa félags er að greiða fyrir lömuðum einstaklingum á þann hátt, að þeir geti fengið vinnuskilyrði, og það þarf að athuga það, hvort ekki er rétt að veita meira fé í þessu skyni, ef þetta líknarfélag getur komið því til leiðar, að svona stórkostlega fatlað fólk geti unnið fyrir sér fyrir atbeina félagsins.

Brtt. við 18. gr. sé ég enga ástæðu til að gera að umtalsefni, að undanteknum tveimur þeirra. Aðrar brtt. eru sumpart leiðréttingar, máske smáhækkanir og eitthvað tekið inn af nýju fólki og þá eftir óskum einstakra hv. þm. Ein af þessum brtt., 53. brtt., er nýr liður, þar sem lagt er til, að veittar verði 3600 kr. til Lárusar Bjarnasonar skólastjóra í Flensborg. Hann er þjóðkunnur maður, nokkuð aldraður, hefur alla tíð unnið af mikilli trúmennsku og kappi að kennslustörfum. Hann lætur nú af skólastjóra- og kennarastörfum, og telur fjvn. rétt að veita þessum duglega og trúa kennara nokkur persónuleg laun.

Það er ein brtt. við 19. gr., sem sé hækkun á verðlagsuppbót samkvæmt gildandi l. Það er vitanlega verulega hækkuð dýrtíðaruppbótin, sem er nú ætlað að verði eftir þessari till. 1 mill j. og 800 þús. kr. Sú tala, sem tekin hefur verið hér upp, er tekin í samráði við hæstv. fjmrh., sem mun fara næst því allra manna, hvað þessi tala eigi að vera há. En þar sem nú hefur verið greidd dýrtíðaruppbót eftir verðlagsvísitölu samkvæmt l., þá er að sjálfsögðu rétt að gera ráð fyrir því í væntanlegum fjárl.

Við 20. gr. er aðeins ein brtt., að framlagið til nýrra vita sé hækkað úr 65 þús. kr. upp í 100 þús. kr. Þrátt fyrir þá almennu verðhækkun, sem orðið hefur á efni til vita, er það upplýst, að ljósatæki til vita fást nú frá Englandi með sæmilegu verði. Með því að n. er ljóst, hve það er mikils virði, að vitastarfsemin sé í góðu lagi, vill hún taka upp 35 þús. kr. hækkun á þennan lið.

Þá er brtt. við 22. gr. IV., nýr liður, að Ólafi Magnússyni, fyrrv. prófasti í Arnarbæli, séu greiddar 1400 kr. vegna vangoldinna þjónustulauna við Strandarkirkju. Var þetta samþ. á síðasta þingi, en ekki tekið upp í fjárlfrv. það, sem hér liggur fyrir. N. ætlaðist til, að hann fengi þetta árlega, meðan hann lifir.

72. og 73. brtt. eru um það, að þeir liðir, sem þar um ræðir, falli niður, vegna þess að þær fjárveitingar voru teknar upp á öðrum stað.

74. brtt., við 22. gr., er í 3 liðum. Í a-lið er lagt til að heimila stj. að kaupa hálfa jörðina Stóra-Hraun hjá Eyrarbakka til afnota fyrir vinnuhælið á Litla-Hrauni, sem liggur þarna að. Væri mjög hagkvæmt fyrir hælið að hafa ráð á þessari jörð, og mundi það gera hælinu auðveldara að framleiða ýmislegt, sem það þarfnast. Ég býst við, að allir séu sammála um það, að æskilegt sé, að hægt sé að láta fangana vinna sem mest að því að framleiða það, sem til hælisins þarf: Kaupverð jarðarinnar er óákveðið að svo stöddu, en líklega verður það ekki mjög ósanngjarnt, sennilega 30 þús. kr. — Þá er b-liðurinn. Þar leggur n. til, að keypt sé húseignin á Fríkirkjuvegi nr. 11, ef viðunandi samningar takast um kaupin. Ég ræði ekki hér um þann tilgang, sem þarna er á bak við, en fullyrði, að óskir fleiri en fjvn., bæði ráðamanna á Alþ. og ríkisstj., hníga í þá átt, að þessi kaup fari fram.

Með c-liðnum er farið fram á, að menntamálaráði og Þjóðvinafélaginu sé bætt upp með fjárframlagi sú verðhækkun, sem orðið hefur árin 1940 og 1941 og verða kann á árinu 1942 á bókaútgáfu, miðað við útgáfukostnaðinn árið 1939, og er þá gert ráð fyrir, að verð bóka til áskrifenda haldist óbreytt. Meðlimir menntamálaráðs hafa lýst yfir því, að þeir vilji engar launabætur hafa fyrir starf sitt.

Læt ég svo þetta nægja, en vil aðeins að lokum gefa stutt yfirlit. Hækkanir samkvæmt till. n. nema alls 1679100 kr., en lækkanir 9856 kr., og er þá hækkunin umfram lækkun 1669244 kr. Af þessari upphæð teljast 1634244 kr. til rekstrarreiknings, en 35000 kr. til sjóðsyfirlits. Samkvæmt till. n. verða því gjöld á rekstrarreikningi 22722388 kr. Rekstrarhalli verður þá 137977 kr. og greiðslujöfnuður óhagstæður um 1568024 kr. Hér með er ekki talin hækkun á fjárveitingu til brúargerða, né hækkunartill. sameinaðra samgöngumálanefnda.

Hækkunartill. n. eru því nokkru hærri en hagstæður jöfnuður var á rekstrarreikningi. N. hefur ekki haft tekjuliðina til athugunar enn þá, en það er nú verið að athuga þá. Var talið rétt að láta bíða að gera till. um þá, en telja má líklegt, að, forsvaranlegt sé að gera einnig nokkra hækkun á tekjuliðunum.

Læt ég svo máli mínu lokið og legg till. n. undir umr.