16.05.1941
Neðri deild: 61. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 765 í B-deild Alþingistíðinda. (1864)

137. mál, afla og útgerðarskýrlsur

Frsm. (Jón Ívarsson) :

Þetta frv. um afla- og útgerðarskýrslur er flutt í Ed. að tilhlutun Fiskifélags Íslands. Í því felast nokkrar breytingar á gildandi 1. frá 1925. Samkv. þeim hafa eingöngu verið gefnar skýrslur um fisk, sem ætlaður er til útflutnings. Nú er ætlazt til, að skýrslur fáist um allan fisk, sem veiddur er hér við land, hvort sem hann er útfluttur eða notaður í landinu sjálfu, svo og um útgerð skipa, tölu skipverja og úthaldstíma og annað það, sem að útgerð lýtur, svo sem beitubirgðir, birgðir af útflutningsvörum o. fl. Þá er fram tekið, hverjir skýrslur þessar eiga að gefa, en það eru ekki aðeins þeir, sem gera veiðiskipin út, heldur og þeir, sem fiskverkun og vinnslu úr sjávarafurðum hafa á hendi, verksmiðjur, útflytjendur o. fl.

Hingað til hefur Fiskifél. Ísl. og hagstofan safnað skýrslum þessum hvort um sig, en með frv. þessu er Fiskifél. ætlað að gera það í samráði við hagstofuna, og ætti með því að fást fljótari og fullkomnari skýrslugerð en nú er.

Ég vil fyrir hönd n. óska þess, að d. vilji vísa máli þessu til 3. umr.